Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 291, 152. löggjafarþing 164. mál: fjárhagslegar viðmiðanir o.fl. (fjárhagslegar viðmiðanir og lykilupplýsingaskjöl).
Lög nr. 134 30. desember 2021.
I. KAFLI
Breyting á lögum um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 7/2021.
Höfuðstólsfærsla vaxta samkvæmt vaxtaviðmiðun.
Þrátt fyrir 2. málsl. 1. mgr.
12. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, má bæta vöxtum við höfuðstól oftar en á tólf mánaða fresti ef þess er þörf til að endurspegla virka vexti vaxtaviðmiðunar. Framangreind undanþága tekur til vaxtaviðmiðana vegna gjaldmiðla sem eru birtar af stjórnendum viðmiðana vegna viðkomandi gjaldmiðla.
Ráðherra er heimilt að veita reglugerðum, sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkir með stoð í 8. mgr. 23. gr. b reglugerðar (ESB) 2016/1011 með breytingum skv. 1. gr. um tilnefningu viðmiðana í stað annarra viðmiðana, gildi hér á landi með reglugerð með vísan til birtingar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins á ensku, enda hafi íslensk útgáfa þeirra ekki verið birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins.
II. KAFLI
Breyting á lögum um lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta, nr. 55/2021.
Þingskjal 291, 152. löggjafarþing 164. mál: fjárhagslegar viðmiðanir o.fl. (fjárhagslegar viðmiðanir og lykilupplýsingaskjöl).
Lög nr. 134 30. desember 2021.
Lög um breytingu á lögum um fjárhagslegar viðmiðanir og lögum um lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta (vísitölur á fjármálamarkaði og upplýsingagjöf til fjárfesta).
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:- Í stað orðanna „og aðlögunum samkvæmt bókun 1 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest, og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2019 frá 10. júlí 2019, hafa lagagildi hér á landi“ í 1. mgr. kemur: og 1. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/168 frá 10. febrúar 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) 2016/1011 að því er varðar undanþágu fyrir tilteknar viðmiðanir fyrir stundargengi gjaldmiðla þriðju landa og tilnefningu viðmiðana í stað viðmiðana sem verður hætt með, og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012, og aðlögunum samkvæmt bókun 1 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest, og ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2019 frá 10. júlí 2019 og nr. 388/2021 frá 10. desember 2021, hafa lagagildi hér á landi.
- Á eftir 2. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Reglugerð (ESB) 2021/168 er birt í C-deild Stjórnartíðinda.
- Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 388/2021 er birt í C-deild Stjórnartíðinda.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 13. gr. laganna:- Á eftir c-lið kemur nýr stafliður, svohljóðandi: 3. mgr. 18. gr. a um lista yfir viðmiðanir fyrir stundargengi gjaldmiðla sem falla ekki undir reglugerðina.
- Á eftir h-lið kemur nýr stafliður, svohljóðandi: 8. mgr. 23. gr. b um tilnefningu viðmiðana í stað annarra viðmiðana.
- Á eftir m-lið kemur nýr stafliður, svohljóðandi: 7. mgr. 54. gr. um framlengingu umbreytingartímabils vegna viðmiðana þriðju ríkja.
3. gr.
Á eftir 13. gr. laganna kemur ný grein sem orðast svo ásamt fyrirsögn:4. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:Ráðherra er heimilt að veita reglugerðum, sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkir með stoð í 8. mgr. 23. gr. b reglugerðar (ESB) 2016/1011 með breytingum skv. 1. gr. um tilnefningu viðmiðana í stað annarra viðmiðana, gildi hér á landi með reglugerð með vísan til birtingar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins á ensku, enda hafi íslensk útgáfa þeirra ekki verið birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins.
5. gr.
Í stað ártalsins „2021“ í 2. mgr. 18. gr. laganna kemur: 2022.6. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 28. desember 2021.