Ferill 184. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 186  —  184. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um meðhöndlun legslímuflakks.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hver er meðalbiðtími eftir viðtali við teymi sem sinnir legslímuflakki (endómetríósu) á Landspítala?
     2.      Hversu langur er biðtími eftir aðgerð til meðhöndlunar á legslímuflakki eftir viðtal við teymi sem sinnir legslímuflakki á Landspítala?
     3.      Hver er meðalgreiningartími á legslímuflakki?
     4.      Hversu margar konur hér á landi hafa á undanförnum árum leitað út fyrir landsteinana í aðgerð eða meðferð við legslímuflakki?
     5.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að stytta greiningartíma á legslímuflakki og ef svo er, þá hvernig?
     6.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir styttingu biðtíma eftir viðtali, meðhöndlun eða aðgerð til að meðhöndla legslímuflakk og ef svo er, þá hvernig?


Skriflegt svar óskast.