Ferill 205. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 256  —  205. mál.




Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um byrlanir.

Frá Lenyu Rún Taha Karim.


     1.      Hvaða upplýsingar og tölfræði hefur ráðherra um byrlanir og tilraunir til þeirra? Hversu mörg byrlunarmál eru skráð í málaskrá lögreglu? Svar óskast greint eftir kyni fimm ár aftur í tímann.
     2.      Hvert er verklag lögreglu þegar uppi er grunur um byrlun? Hvernig bregst lögregla við til að tryggja rannsóknarhagsmuni í slíkum málum og til að koma í veg fyrir að sönnunargögn spillist?
     3.      Hversu margir hafa verið handteknir vegna gruns um byrlun og hversu margir hafa verið ákærðir vegna slíks brots? Svar óskast greint eftir kyni fimm ár aftur í tímann.
     4.      Hversu margar kærur hafa verið lagðar fram vegna byrlunar á sl. fimm árum?
     5.      Hversu margir dómar hafa fallið í byrlunarmálum á sl. fimm árum?
     6.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við fjölda frásagna sem sýna hvernig öryggi, heilsu og kynfrelsi fólks hefur verið stefnt í hættu með byrlun?


Skriflegt svar óskast.