Ferill 219. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 315  —  219. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um skráningu lögheimilis.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Er mögulegt að skrá sig til lögheimilis í íbúð eða húsi án þess að eigandi eða nokkur sem á þar lögheimili viti af því? Ef svo er ekki, var það einhvern tíma mögulegt og hvenær var því þá breytt?
     2.      Með hvaða leiðum getur fólk skráð lögheimili sitt og hvernig staðfesta eða hafna íbúar sem eru þar fyrir með lögheimili slíkri skráningu?
     3.      Er hægt að skrá lögheimili í íbúð eða húsi sem er ekki með neina lögheimilisskráningu án þess að eigandi fasteignarinnar viti af því?
     4.      Er fylgst með því hversu margir eru skráðir með lögheimili með sjálfvirkum hætti? Eru fleiri dæmi um lögheimilisskráningu í húsi eins og var í húsinu sem brann við Bræðraborgarstíg, þar sem fjöldi skráðra miðað við fjölda fermetra hefði átt að vekja athygli eftirlitsaðila?
     5.      Hver er minnsti fermetrafjöldi á hvern íbúa samkvæmt lögheimilisskráningu?
     6.      Geta fyrirtæki skráð heimilisfang sitt í húsi eða íbúð án þess að eigandi eða nokkur sem á þar lögheimili viti af því?


Skriflegt svar óskast.