Ferill 227. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 323  —  227. mál.




Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um peningaþvætti með spilakössum.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Til hvaða aðgerða hefur verið gripið í kjölfar áhættumats ríkislögreglustjóra í mars 2021, þar sem talin var mikil hætta á peningaþvætti í tengslum við starfsemi söfnunarkassa og happdrættisvéla? Hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar til viðbótar?
     2.      Hversu margar tilkynningar hafa borist skrifstofu fjármálagreininga lögreglu hvert undanfarinna fimm ára þar sem grunur hefur leikið á því að spilakassar hafi verið notaðir við peningaþvætti?


Skriflegt svar óskast.