Ferill 228. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 324  —  228. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um skoðun ökutækja og hagsmuni bifreiðaeigenda á landsbyggðinni.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Telur ráðherra að nægilega sé gætt að hagsmunum bifreiðaeigenda á landsbyggðinni sem þurfa að sækja skoðunarþjónustu um langan veg og eiga jafnvel á hættu akstursbann í stað endurskoðunar samkvæmt reglugerð um skoðun ökutækja, nr. 414/2021?
     2.      Telur ráðherra að þjónustuskylda skoðunaraðila sé nægilega rík til að tryggja að slík fyrirtæki veiti þjónustu um land allt? Hefur verið kannað hvort þjónustu megi tryggja um allt land með færanlegum skoðunarstöðvum?