Ferill 231. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 327  —  231. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um tollvörslu.

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.


     1.      Hversu margir tollverðir starfa við hverja tollhöfn og hve mörg voru stöðugildin við hverja tollhöfn ár hvert árin 2011–2021?
     2.      Hversu margir flutningagámar sem höfðu að geyma vörur sem þurftu tollafgreiðslu bárust til landsins ár hvert árin 2011–2021?
     3.      Hversu margir flutningagámar voru opnaðir og innihald þeirra rannsakað af tollvörðum í tengslum við tollafgreiðslu í hverri tollhöfn ár hvert árin 2011–2021?
     4.      Hversu margar póstsendingar sem höfðu að geyma vörur sem þurftu tollafgreiðslu bárust til landsins ár hvert árin 2011–2021?
     5.      Hversu margar póstsendingar voru opnaðar og innihald þeirra rannsakað af tollvörðum í tengslum við tollafgreiðslu á hverri starfsstöð ár hvert árin 2011–2021?
     6.      Fer fram handahófskennt eftirlit með tollsendingum til að sannreyna upplýsingar í tollskýrslum? Ef svo er, hvaða hlutfall sendinga var opnað af handahófi ár hvert árin 2011– 2021?


Skriflegt svar óskast.