Ferill 656. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 946  —  656. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um greiningu á matvælaframboði á Íslandi næstu 12 mánuði.

Frá Ernu Bjarnadóttur.


     1.      Hefur ráðherra aflað upplýsinga um eða látið gera framleiðsluspár fyrir landbúnaðarvörur sem framleiddar eru hér á landi til næstu 12 mánaða í ljósi ört hækkandi matvæla- og aðfangaverðs í heiminum?
     2.      Hvernig líta slíkar framleiðsluspár út og hvaða þættir sýna slíkar greiningar að geti haft hvað mest áhrif á að út af geti brugðið?
     3.      Hefur ráðherra aflað upplýsinga um birgðir helstu framleiðsluvara í landinu hjá afurðastöðvum og horfur um birgðabreytingar?
     4.      Telur ráðherra að grípa þurfi til frekari ráðstafana til að tryggja framboð búvara og afkomu bænda á komandi mánuðum? Ef svo er, hvaða leiðir hafa verið til skoðunar?


Skriflegt svar óskast.