Fundargerð 153. þingi, 1. fundi, boðaður 2022-09-13 15:30, stóð 15:32:10 til 15:54:28 gert 13 16:1
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

ÞINGSETNINGARFUNDUR (frh.)

þriðjudaginn 13. sept.,

kl. 3.30 síðdegis.

Dagskrá:

Fjarvistarleyfi:


Afsögn varaforseta.

[15:32]

Horfa

Forseti tilkynnti að borist hefði bréf frá Birni Leví Gunnarssyni, 6. þm. Reykv. s., þar sem hann segir af sér sem 5. varaforseti Alþingis.


Afsal varaþingmennsku.

[15:32]

Horfa

Forseti greindi frá því að borist hefðu bréf frá 1. og 8. varaþingmanni Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, Þórunni Björgu Bjarnadóttur og Jenný Ósk Vignisdóttur, þar sem þær segja af sér varaþingmennsku.


Mannabreytingar í nefndum.

[15:33]

Horfa

Forseti tilkynnti að Helga Vala Helgadóttir tæki sæti sem aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd í stað Loga Einarssonar, sem yrði varamaður í sömu nefnd í stað Oddnýjar G. Harðardóttur, og að Þórunn Sveinbjarnardóttir tæki sæti sem aðalmaður í umhverfis- og samgöngunefnd í stað Helgu Völu Helgadóttur.


Varamenn taka þingsæti.

[15:33]

Horfa

Forseti tilkynnti að Valgerður Árnadóttir tæki sæti Andrésar Inga Jónssonar, 10. þm. Reykv. n.


Drengskaparheit.

[15:33]

Valgerður Árnadóttir, 10. þm. Reykv. n., undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.

Horfa

[15:34]

Útbýting þingskjala:


Kosning 5. varaforseta í stað Björns Levís Gunnarssonar, skv. 3. mgr. 3. gr. þingskapa, sbr. 5. mgr. 82. gr. þingskapa.

[15:34]

Horfa

Andrés Ingi Jónsson, 10. þm. Reykv. n., var kjörinn 5. varaforseti án atkvæðagreiðslu.


Kosning tveggja manna og jafnmargra varamanna í fjármálaráð, til þriggja ára, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 13. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál.

Horfa

Við kosninguna kom fram einn listi með samtals jafn mörgum nöfnum og menn skyldi kjósa. Þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Arna Olafsson,

Þórunn Helgadóttir.

Varamenn:

Ágúst Arnórsson,

Elísabet Kemp Stefánsdóttir.


Afbrigði um dagskrármál.

[15:35]

Horfa

Veitt voru afbrigði frá sætaúthlutun vegna sæta þingflokksformanna.


Hlutað um sæti þingmanna, skv. 4. mgr. 3. gr. þingskapa.

Horfa

Sætaúthlutun fór á þessa leið:

  1. sæti er sæti forseta.
  2. sæti hlaut Guðmundur Ingi Kristinsson.
  3. sæti hlaut Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
  4. sæti hlaut Andrés Ingi Jónsson.
  5. sæti hlaut Inga Sæland.
  6. sæti hlaut Berglind Ósk Guðmundsdóttir.
  7. sæti hlaut Ingibjörg Isaksen.
  8. sæti hlaut Hanna Katrín Friðriksson.
  9. sæti hlaut Guðrún Hafsteinsdóttir.
  10. sæti hlaut Guðbrandur Einarsson.
  11. sæti hlaut Jóhann Páll Jóhannsson.
  12. sæti hlaut Halla Signý Kristjánsdóttir.
  13. sæti hlaut Orri Páll Jóhannsson.
  14. sæti hlaut Tómas A. Tómasson.
  15. sæti hlaut Þorgerður K. Gunnarsdóttir.
  16. sæti hlaut Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir.
  17. sæti hlaut Diljá Mist Einarsdóttir.
  18. sæti hlaut Eyjólfur Ármannsson.
  19. sæti hlaut Ásmundur Friðriksson.
  20. sæti hlaut Vilhjálmur Árnason.
  21. sæti hlaut Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir.
  22. sæti hlaut Berþór Ólason.
  23. sæti hlaut Óli Björn Kárason.
  24. sæti hlaut Haraldur Benediktsson.
  25. sæti hlaut Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
  26. sæti er sæti varamanns.
  27. sæti hlaut Birgir Þórarinsson.
  28. sæti hlaut Bjarni Jónsson.
  29. sæti hlaut Jóhann Friðrik Friðriksson.
  30. sæti hlaut Oddný G. Harðardóttir.
  31. sæti hlaut Birgir Ármannsson.
  32. sæti er sæti varamanns.
  33. sæti hlaut Njáll Trausti Friðbertsson.
  34. sæti hlaut Líneik Anna Sævarsdóttir.
  35. sæti hlaut Ásthildur Lóa Þórsdóttir.
  36. sæti hlaut Logi Einarsson.
  37. sæti hlaut Gísli Rafn Ólafsson.
  38. sæti er sæti varamanns.
  39. sæti hlaut Sigmar Guðmundsson.
  40. sæti hlaut Stefán Vagn Stefánsson.
  41. sæti hlaut Jakob Frímann Magnússon.
  42. sæti hlaut Björn Leví Gunnarsson.
  43. sæti hlaut Jódís Skúladóttir.
  44. sæti hlaut Halldóra Mogensen.
  45. sæti hlaut Helga Vala Helgadóttir.
  46. sæti hlaut Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir.
  47. sæti hlaut Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.
  48. sæti hlaut Þórarinn Ingi Pétursson.
  49. sæti hlaut Kristrún Frostadóttir.
  50. sæti hlaut Ágúst Bjarni Garðarsson.
  51. sæti er sæti varamanns.
  52. sæti hlaut Þórunn Sveinbjarnardóttir.
  53. sæti hlaut Bryndís Haraldsdóttir.
  54. sæti hlaut Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
  55. sæti hlaut Hildur Sverrisdóttir.
  56. sæti er sæti varamanns.
  57. sæti hlaut Steinunn Þóra Árnadóttir.
  58. er sæti dómsmálaráðherra.
  59. er sæti félags- og vinnumarkaðsráðherra.
  60. er sæti menningar- og viðskiptaráðherra.
  61. er sæti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
  62. er sæti innviðaráðherra.
  63. er sæti forsætisráðherra.
  64. er sæti fjármála- og efnahagsráðherra.
  65. er sæti matvælaráðherra.
  66. er sæti utanríkisráðherra.
  67. er sæti mennta- og barnamálaráðherra.
  68. er sæti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
  69. er sæti heilbrigðisráðherra.

Tilkynning um stefnuræðu forsætisráðherra.

[15:48]

Forseti tilkynnti að stefnuræða forsætisráðherra færi fram miðvikudagskvöldið 14. september.

Horfa

Fundi slitið kl. 15:54.

---------------