Fundargerð 153. þingi, 53. fundi, boðaður 2023-01-23 15:00, stóð 15:02:09 til 19:42:42 gert 23 19:46
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

53. FUNDUR

mánudaginn 23. jan.,

kl. 3 síðdegis.

Dagskrá:

Aðalmenn taka sæti á ný:

Fjarvistarleyfi:


Framhaldsfundir Alþingis.

[15:02]

Horfa

Fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson las, í fjarveru forsætisráðherra, forsetabréf um að Alþingi skyldi koma saman til framhaldsfunda 23. janúar 2023.


Varamenn taka þingsæti.

[15:03]

Horfa

Forseti tilkynnti að Indriði Ingi Stefánsson tæki sæti Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, 7. þm. Suðvest., Halldór Auðar Svansson tæki sæti Björns Levís Gunnarssonar, 6. þm. Reykv. s., og að Lilja Rafney Magnúsdóttir tæki sæti Bjarna Jónssonar, 4. þm. Norðvest. Þann 16. janúar sl. tók Dagbjört Hákonardóttir sæti Jóhanns Páls Jóhannssonar, 11. þm. Reykv. n. og Eva Sjöfn Helgadóttir tók sæti Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, 7. þm. Suðvest.


Stjórn þingflokks.

[15:04]

Horfa

Forseti kynnti eftirfarandi breytingu á stjórn þingflokks Pírata: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður og Björn Leví Gunnarsson varaformaður.


Endurskoðuð þingmálaskrá.

[15:05]

Horfa

Forseti tilkynnti að endurskoðuð þingmálaskrá hefði verið lögð fram.


Mannabreytingar í nefndum.

[15:05]

Horfa

Forseti tilkynnti eftirfarandi mannabreytingar í nefndum: Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tæki sæti í Íslandsdeild þings ÖSE, Kristrún Frostadóttir tæki sæti sem aðalmaður í efnahags- og viðskiptanefnd og Logi Einarsson sem varamaður hennar í sömu nefnd, Jóhann Páll Jóhannsson tæki sæti sem aðalmaður í fjárlaganefnd, Birgir Þórarinsson yrði aðalmaður í Íslandsdeild þings ÖSE og Bryndís Haraldsdóttir varamaður í sömu nefnd.


Frestun á skriflegum svörum.

Rammaáætlun. Fsp. OPJ, 524. mál. --- Þskj. 662.

Rafeldsneyti. Fsp. EÁs, 462. mál. --- Þskj. 542.

Fjölgun starfsfólks og embættismanna. Fsp. HVH, 521. mál. --- Þskj. 637.

Fjöldi skurðhjúkrunarfræðinga í skurðaðgerðum. Fsp. DME, 591. mál. --- Þskj. 891.

Áburðarforði. Fsp. BirgÞ, 580. mál. --- Þskj. 829.

Fjölgun starfsfólks og embættismanna. Fsp. HVH, 520. mál. --- Þskj. 636.

Fjölgun starfsfólks og embættismanna. Fsp. HVH, 514. mál. --- Þskj. 630.

Búsetuúrræði umsækjenda um alþjóðlega vernd. Fsp. ÁsF, 283. mál. --- Þskj. 286.

Meðalbiðtími eftir búsetuúrræðum. Fsp. ESH, 295. mál. --- Þskj. 299.

Meðalbiðtími eftir félagslegri íbúð. Fsp. ESH, 296. mál. --- Þskj. 300.

[15:06]

Horfa

[15:08]

Útbýting þingskjala:


Óundirbúinn fyrirspurnatími.

[15:11]

Horfa


Fríverslunarsamningur við Breta.

[15:11]

Horfa

Spyrjandi var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.


Viðbrögð stjórnvalda vegna hælisleitenda.

[15:19]

Horfa

Spyrjandi var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.


Menntunarstig á Íslandi.

[15:26]

Horfa

Spyrjandi var Helga Vala Helgadóttir.


Greiðslubyrði heimilanna.

[15:33]

Horfa

Spyrjandi var Ásthildur Lóa Þórsdóttir.


Notkun rafvopna.

[15:41]

Horfa

Spyrjandi var Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir.


Staða byggingarrannsókna og nýsköpunar.

[15:48]

Horfa

Spyrjandi var Lilja Rafney Magnúsdóttir.


Útlendingar, 2. umr.

Stjfrv., 382. mál (alþjóðleg vernd). --- Þskj. 400, nál. 752, 757, 769 og 961, brtt. 753.

[15:55]

Horfa

[Fundarhlé. --- 18:27]

[18:45]

Horfa

Umræðu frestað.


Dagskrártillaga.

[19:40]

Horfa

Forseti tilkynnti að borist hefði dagskrártillaga frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.

[19:40]

Útbýting þingskjala:

Fundi slitið kl. 19:42.

---------------