105. FUNDUR
miðvikudaginn 10. maí,
kl. 3 síðdegis.
Andlát Önnu Kolbrúnar Árnadóttur.
Forseti gat þess að Anna Kolbrún Árnadóttir, fyrrverandi alþingismaður og núverandi varaþingmaður, væri látin og yrði hennar minnst á þingfundi næstkomandi mánudag.
Óundirbúinn fyrirspurnatími.
Orðspor Íslands vegna hvalveiða.
Spyrjandi var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Húsnæði fatlaðs fólks.
Spyrjandi var Björn Leví Gunnarsson.
Sala upprunavottorða.
Spyrjandi var Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Embætti hagsmunafulltrúa aldraðra.
Spyrjandi var Jakob Frímann Magnússon.
Sérstök umræða.
Traust og trúverðugleiki íslenska ríkisins á fjármálamörkuðum.
Málshefjandi var Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.
[Fundarhlé. --- 16:18]
Aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024--2028, síðari umr.
Stjtill., 860. mál. --- Þskj. 1351, nál. 1719 og 1737.
Till. afgr. sem ályktun Alþingis (þskj. 1761) með fyrirsögninni:
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023--2027.
Myndlistarstefna til 2030, síðari umr.
Stjtill., 690. mál. --- Þskj. 1061, nál. 1714.
Till. afgr. sem ályktun Alþingis (þskj. 1762).
Dómstólar, 2. umr.
Stjfrv., 822. mál (fjölgun dómara við Landsrétt). --- Þskj. 1267, nál. 1709 og 1739.
Frumvarpið gengur til 3. umræðu.
Skipulagslög, 2. umr.
Stjfrv., 144. mál (uppbygging innviða). --- Þskj. 144, nál. 1706 og 1738, brtt. 1707.
Frumvarpið gengur til 3. umræðu og um.- og samgn.
Náttúruvernd, 2. umr.
Stjfrv., 912. mál (úrgangur í náttúrunni). --- Þskj. 1425, nál. 1702.
Frumvarpið gengur til 3. umræðu.
Breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld, 2. umr.
Stjfrv., 432. mál (kaupréttur, mútubrot o.fl.). --- Þskj. 502, nál. 1697.
Frumvarpið gengur til 3. umræðu og efh.- og viðskn.
Afbrigði um dagskrármál.
Veiting ríkisborgararéttar, 1. umr.
Frv. allsherjar- og menntamálanefndar, 1063. mál. --- Þskj. 1740.
Umræðu lokið.
Frumvarpið gengur til 2. umræðu.
Út af dagskrá voru tekin 10.--13. mál.
Fundi slitið kl. 17:27.
---------------