Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 2146, 153. löggjafarþing 952. mál: virðisaukaskattur o.fl. (eftirlitsheimildir, endurgreiðsla og séreignasparnaður).
Lög nr. 51 22. júní 2023.

Lög um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og lögum um tekjuskatt (eftirlitsheimildir, endurgreiðsla og séreignarsparnaður).


I. KAFLI
Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. 6. mgr. orðast svo:
 2.      Ríkisskattstjóra er heimilt að synja aðila um skráningu á virðisaukaskattsskrá liggi fyrir að opinber gjöld hans séu áætluð eða í vanskilum á einhverju ári af næstliðnum þremur tekjuárum á undan því ári sem sótt er um skráningu á virðisaukaskattsskrá enda sé aðili ekki með gilda greiðsluáætlun við innheimtumann ríkissjóðs vegna vanskila.
 3. Á eftir 6. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 4.      Ríkisskattstjóra er heimilt að synja aðila um skráningu að nýju á virðisaukaskattsskrá hafi hann ekki gert fullnægjandi skil á virðisaukaskattsskýrslum eða virðisaukaskatti. Í stað fullnægjandi skila á virðisaukaskatti getur ríkisskattstjóri heimilað aðila að leggja fram tryggingu í formi skilyrðislausrar sjálfskuldarábyrgðar banka fyrir vangreiddum virðisaukaskatti að viðbættu álagi, vöxtum og innheimtukostnaði.
 5. Á eftir 7. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 6.      Ríkisskattstjóra er heimilt að úrskurða aðila af virðisaukaskattsskrá hafi hann ekki orðið við ítrekaðri beiðni ríkisskattstjóra um að leggja fram gögn og upplýsingar um rekstur sinn.
       Ríkisskattstjóra er heimilt að úrskurða aðila af virðisaukaskattsskrá hafi hann sætt áætlun virðisaukaskatts skv. 25. eða 26. gr. í tvö uppgjörstímabil eða fleiri eða er í vanskilum með álagðan virðisaukaskatt. Í stað fullnægjandi skila á virðisaukaskatti getur ríkisskattstjóri heimilað aðila að leggja fram tryggingu í formi skilyrðislausrar sjálfskuldarábyrgðar banka fyrir vangreiddum virðisaukaskatti að viðbættu álagi, vöxtum og innheimtukostnaði.
       Ríkisskattstjóra er heimilt að úrskurða aðila af virðisaukaskattsskrá hafi hann sætt áætlun opinberra gjalda eða er í vanskilum með þau enda sé aðili ekki með gilda greiðsluáætlun við innheimtumann ríkissjóðs vegna vanskila.


2. gr.

     Á eftir 1. mgr. 24. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Aðili sem hefur verið skráður að nýju á virðisaukaskattsskrá eftir að ríkisskattstjóri hefur úrskurðað hann af skránni skv. 9.–11. mgr. 5. gr. skal nota hvern almanaksmánuð sem uppgjörstímabil í að minnsta kosti tvö ár frá og með því tímabili sem skráning á sér stað að nýju og skal gjalddagi vera 15 dögum eftir að uppgjörstímabili lýkur. Hafi aðili gert fullnægjandi skil á þessu tímabili skal hann að því loknu standa skil á virðisaukaskatti skv. 1. málsl. 1. mgr.
     Ákvæði 2. mgr. gilda einnig um nýskráningu og endurskráningu á virðisaukaskattsskrá skv. 5. gr. ef aðili sjálfur, eigandi, framkvæmdastjóri eða stjórnarmaður, sé um félag að ræða, hefur orðið gjaldþrota á næstliðnum fimm árum fyrir skráningu á virðisaukaskattsskrá.

3. gr.

     27. gr. A laganna fellur brott.

4. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „2. mgr.“ í 1. mgr. 27. gr. B laganna kemur: 4. mgr.

5. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „60%“ í 1. og 3. málsl. 2. mgr. 42. gr. laganna kemur: 35%.

II. KAFLI
Breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.

6. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „30. júní 2023“ í 1. málsl. 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XVI í lögunum kemur: og með 31. desember 2024.

7. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „30. júní 2023“ í fyrra skiptið í 1. málsl. 1. mgr. og í 3. málsl. 2. mgr. og sömu dagsetningar í síðara skiptið í 1. málsl. 1. mgr. í ákvæði til bráðabirgða XVII í lögunum kemur: og með 31. desember 2024; og: 31. desember 2024.

III. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða LV í lögunum:
 1. Í stað dagsetningarinnar „30. júní 2023“ í 1. og 2. mgr. kemur: og með 31. desember 2024.
 2. Í stað fjárhæðanna „4,5 millj. kr.“ og „6.750.000 kr.“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 5.250.000 kr.; og: 7.875.000 kr.


9. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. öðlast 5. gr. gildi 1. júlí 2023.

Samþykkt á Alþingi 9. júní 2023.