Ferill 494. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 594  —  494. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um sálfræðiþjónustu hjá heilsugæslunni.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hver er biðtími eftir sálfræðiþjónustu hjá heilsugæslustöðvum? Óskað er eftir yfirliti yfir árlegan meðalbiðtíma á öllum heilsugæslustöðvum á landinu síðustu fjögur ár.
     2.      Hversu margir eru á biðlista eftir sálfræðiþjónustu hjá heilsugæslustöðvum? Óskað er eftir yfirliti yfir fjölda á biðlistum síðustu fjögur ár.
     3.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við þeirri stöðu að hátt í þriðjungur af komum á heilsugæslu er vegna andlegs vanda?
     4.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir börn og fullorðna?
     5.      Hvaða skipulagsbreytingar voru gerðar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hinn 22. mars 2022?
     6.      Hvers vegna var staða fagstjóra sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lögð niður?
     7.      Var haft samráð við fagfélag sálfræðinga þegar skipulagsbreytingarnar voru gerðar?
     8.      Hve margir sálfræðingar hafa hætt störfum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðan ráðist var í skipulagsbreytingarnar?
     9.      Hver hefur meðalbiðtími og fjöldi á biðlista eftir sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verið á árinu 2022, sundurliðað eftir mánuðum?


Skriflegt svar óskast.