Ferill 504. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 610  —  504. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um fylgdarlaus börn.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Hvernig er háttað móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd sem koma til Íslands sem fylgdarlaus börn?
     2.      Hver er stefna ráðherra varðandi stöðu fylgdarlausra barna sem fengið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi á grundvelli IV. kafla laga um útlendinga, nr. 80/2016?


Skriflegt svar óskast.