Ferill 511. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 627  —  511. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fyrirhugaðar ráðstafanir vegna ÍL-sjóðs.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Telur ráðherra að stjórnum lífeyrissjóða sé heimilt samkvæmt lögum að semja við ríkið eða aðra aðila um skerðingu á eignum sjóðanna?
     2.      Hvaða áhrif telur ráðherra að það muni hafa á trúverðugleika íslenska ríkisins, traust til ríkissjóðs sem útgefanda skuldabréfa og þýðingu ríkisábyrgðar í framtíðinni ef ÍL-sjóður verður knúinn í gjaldþrot með lagasetningu til að koma í veg fyrir að skuldabréfaeigendur, meðal annars lífeyrissjóðir og almannaheillasamtök, njóti vaxtagreiðslna og verðbóta út líftíma hinna ríkistryggðu skuldabréfa í samræmi við skilmála þeirra?
     3.      Þekkir ráðherra einhver dæmi úr samtímanum um að evrópskt ríki, fyrir utan Grikkland á tímum efnahagshamfara 2011, grípi til viðlíkra ráðstafana vegna skuldbindinga sem ríkið eða stofnun sem ríkið ber óumdeilanlega ábyrgð á hefur stofnað til?


Skriflegt svar óskast.