Ferill 525. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 665  —  525. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fjölda stöðugilda hjá ríkinu.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hver var fjöldi stöðugilda hjá ríkinu, þ.e. þar sem Fjársýsla ríkisins er launagreiðandi, ár hvert á tímabilinu 2011–2021, sundurliðað eftir landshlutum og eftirfarandi störfum:
                  a.      störfum innan menntakerfisins,
                  b.      störfum við löggæslu,
                  c.      störfum innan heilbrigðiskerfisins,
                  d.      störfum við stjórnsýslu, og
                  e.      öðrum störfum?
     2.      Hver var fjöldi stöðugilda hjá opinberum hlutafélögum og bönkum í ríkiseigu ár hvert á tímabilinu 2011–2021, sundurliðað eftir landshlutum?
     3.      Hver var fjöldi stöðugilda hvers ráðuneytis og undirstofnana þeirra á árinu 2021?


Skriflegt svar óskast.