Ferill 571. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 764  —  571. mál.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um verðupplýsingar tryggingafélaga.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hvaða reglur gilda um upplýsingaskyldu fyrirtækja um verð á vöru og þjónustu og hvaða viðurlög eru við brotum á þeim reglum?
     2.      Eru tryggingafélög undanþegin þeim reglum sem gilda um upplýsingaskyldu um verð á vöru og þjónustu? Ef ekki, hvers vegna hafa stjórnvöld þá ekki brugðist við því að tryggingafélög skuli almennt ekki birta verð á tryggingum?
     3.      Telur ráðherra það til þess fallið að stuðla að samkeppni á tryggingamarkaði ef tryggingafélög birta ekki verð á tryggingum?
     4.      Telur ráðherra þurfa að gera breytingar á gildandi lögum eða reglum til að knýja á um að tryggingafélög birti verð á tryggingum? Ef svo er, hvaða breytingar þyrfti að gera? Ef svo er ekki, hyggst ráðherra þá beita sér fyrir því að gildandi lögum og reglum um upplýsingaskyldu um verð á vöru og þjónustu verði framfylgt í því skyni að knýja tryggingafélög til að birta verð á tryggingum og hvernig?
     5.      Telur ráðherra það samræmast samkeppnislögum ef tryggingafélag setur það sem skilyrði fyrir því að neytandi fái tilboð í tryggingar sínar að hann veiti upplýsingar um verð þeirra trygginga sem hann hefur fyrir hjá öðru tryggingafélagi? Ef ekki, hyggst ráðherra þá beita sér fyrir því að samkeppnislögum verði framfylgt í því skyni að stöðva slíka háttsemi og hvernig?


Skriflegt svar óskast.