Ferill 574. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 791  —  574. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga.

Frá Ágústi Bjarna Garðarssyni.


     1.      Hve margir erlendir sérfræðingar hafa fengið samþykktan 25% frádrátt frá tekjum fyrstu þrjú árin frá ráðningu í starf skv. 6. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, á sl. fimm árum, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hvað hefur þessi frádráttur kostað ríkissjóð á sl. fimm árum, sundurliðað eftir árum?
     3.      Eru til upplýsingar um hve margir erlendir sérfræðingar eru enn við störf á Íslandi eftir að þremur árum líkur?
     4.      Hefur verið gerð greining á því hvort þessi skattafrádráttur hafi laðað að sér fleiri erlenda sérfræðinga til starfa á Íslandi?
     5.      Hvað mundi það kosta ríkissjóð ef veitt yrði heimild til þess að draga 35% frá tekjum með sama hætti fyrstu þrjú árin?


Skriflegt svar óskast.