Ferill 598. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 947  —  598. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um innritun í verk- og iðnnám.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Hvað hyggst ráðherra veita fjármagn fyrir innritun margra nemenda í Tækniskólann í haust?
     2.      Hvaða augum lítur ráðherra þá staðreynd að hundruðum umsókna um nám í verk- og iðngreinum er hafnað ár hvert?
     3.      Hefur ráðherra uppi áform um að auka fyrirsjáanleika í fjárveitingum fyrir Tækniskólann?
     4.      Hvaða aðgerðir er ráðherra með í undirbúningi og hefur komið til framkvæmda til að auka aðgengi að verk- og iðnnámi?
     5.      Er ráðherra með sérstakar aðgerðir til að auka aðgengi eldri nemenda að verk- og iðnnámi í undirbúningi eða hefur komið til framkvæmda?


Skriflegt svar óskast.