Ferill 604. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 967  —  604. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um bráðamóttöku Landspítalans.

Frá Bergþóri Ólasyni.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við miklu álagi á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og auka þjónustu bráðamóttökunnar í ljósi þess að það stefnir í að fjöldi ferðamanna og fólks á flótta stóraukist á komandi árum? Hefur ráðherra unnið áætlun um aðgerðir í þessum málum?
     2.      Hvernig er skiptingin á viðskiptavinum bráðamóttökunnar milli Íslendinga, ferðamanna, fólks með tímabundið atvinnuleyfi á Íslandi og annarra?


Skriflegt svar óskast.