Ferill 622. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 985  —  622. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um samráð starfshóps um endurskoðun húsaleigulaga við hagaðila.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Við hvaða hagaðila á leigumarkaði hefur starfshópur um endurskoðun húsaleigulaga haft samráð og hvernig?
     2.      Hvernig hefur skipting hagaðila sem starfshópur um endurskoðun húsaleigulaga hefur haft samráð við verið milli fulltrúa ólíkra og öndverðra hagsmuna, svo sem leigusala og fjármálafyrirtækja annars vegar og leigjenda og neytenda hins vegar? Telur ráðherra þá skiptingu endurspegla jafnvægi milli þeirra mismunandi hópa sem um ræðir og ólíkra hagsmuna þeirra?
     3.      Telur ráðherra Hagsmunasamtök heimilanna vera hagaðila á leigumarkaði?
     4.      Hvers vegna hefur starfshópur um endurskoðun húsaleigulaga ekki haft samráð við Hagsmunasamtök heimilanna?
     5.      Telur ráðherra það samræmast málefnalegum sjónarmiðum og jafnræði í skilningi 1. mgr. 4. gr. laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, nr. 64/2020, ef starfshópur skipaður fulltrúum ráðuneyta og opinberra stofnana af ráðherra hefur við vinnu sína samráð við afmarkaðan hóp hagaðila en undanskilur aðra hagaðila á viðkomandi málefnasviði frá því samráði?


Skriflegt svar óskast.