Ferill 632. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 995  —  632. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.

Frá Indriða Inga Stefánssyni.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra stuðla að því að markmið samgöngusáttmálans milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2019 varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu verði uppfyllt?
     2.      Stendur til að koma á átaki á vegum lögreglu til að fylgjast betur með umferð og koma í veg fyrir stöðubrot á gangstéttum og hjólastígum, hættubrot, ólöglegan framúrakstur ökutækja gagnvart hjólreiðafólki og annað sem dregur úr öryggi hjólandi og gangandi vegfarenda? Stendur yfir vinna í ráðuneytinu í þessum efnum?


Skriflegt svar óskast.