Fundargerð 154. þingi, 5. fundi, boðaður 2023-09-18 15:00, stóð 15:01:13 til 18:19:17 gert 19 11:47
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

5. FUNDUR

mánudaginn 18. sept.,

kl. 3 síðdegis.

Dagskrá:

Fjarvistarleyfi:


Afsögn varaforseta.

[15:01]

Horfa

Forseti tilkynnti að borist hefði bréf frá Diljá Mist Einarsdóttur, 6. þm. Reykv. n., þar sem hún segir af sér sem 4. varaforseti Alþingis.


Varamenn taka þingsæti.

[15:01]

Horfa

Forseti tilkynnti að Ragnar Sigurðsson tæki sæti Njáls Trausta Friðbertssonar, 2. þm. Norðaust., Eva Sjöfn Helgadóttir tæki sæti Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, 7. þm. Suðvest., Aðalsteinn Haukur Sverrisson tæki sæti Lilju Alfreðsdóttur, 4. þm. Reykv.s., og Elva Dögg Sigurðardóttir tæki sæti Guðbrands Einarssonar, 10. þm. Suðurk.


Staðfesting kosningar.

[15:02]

Horfa

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd staðfesti kosningu Elvu Daggar Sigurðardóttur.


Drengskaparheit.

[15:03]

Horfa

Elva Dögg Sigurðardóttir, 10. þm. Suðurk., og Ragnar Sigurðsson, 2. þm. Norðaust., undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.


Formennska í fjárlaganefnd.

[15:04]

Horfa

Forseti tilkynnti að Stefán Vagn Stefánsson hefði verið kosinn formaður fjárlaganefndar.


Mannabreytingar í nefndum.

[15:04]

Horfa

Forseti tilkynnti um fjölda mannabreytinga í nefndum hjá þingflokkum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Vinstrihreyfingarinnar -- græns framboðs og Samfylkingar.

[15:08]

Útbýting þingskjala:


Óundirbúinn fyrirspurnatími.

[15:10]

Horfa


Fjármagn til meðferðarúrræða fólks með fíknivanda.

[15:11]

Horfa

Spyrjandi var Inga Sæland.


Samstarf ríkis og einkaaðila í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu.

[15:18]

Horfa

Spyrjandi var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.


Áætlunarflug til Húsavíkur.

[15:26]

Horfa

Spyrjandi var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.


Greiðsluþátttaka sjúklinga og samningur um þjónustu sérgreinalækna.

[15:33]

Horfa

Spyrjandi var Oddný G. Harðardóttir.


Staða umsækjenda um alþjóðlega vernd eftir synjun.

[15:40]

Horfa

Spyrjandi var Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir.


Atvinnuleysi meðal fólks af erlendum uppruna.

[15:47]

Horfa

Spyrjandi var Jóhann Friðrik Friðriksson.


Breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024, 1. umr.

Stjfrv., 2. mál. --- Þskj. 2.

[15:55]

Horfa

Umræðu lokið.
Frumvarpið gengur til 2. umræðu og efh.- og viðskn.

[18:16]

Útbýting þingskjala:

Fundi slitið kl. 18:19.

---------------