Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 206  —  2. mál.

1. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2024.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur, Eyjólfi Ármannssyni, Guðmundi Inga Kristinssyni, Ingu Sæland, Jakobi Frímanni Magnússyni og Tómasi A. Tómassyni.


    Á eftir 31. gr. komi nýr kafli, XXII. KAFLI, Breyting á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, nr. 155/2010, með einni nýrri grein, 32. gr., svohljóðandi:
    Í stað „0,145%“ í 4. gr. laganna kemur: 0,376%.

Greinargerð.


    Lagt er til að hækka bankaskattinn aftur í fyrra horf. Aðgerðin myndi auka tekjur ríkissjóðs um rúma 10 ma. kr. á næsta ári.