Ferill 290. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 294  —  290. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um málsmeðferðartíma umsókna um alþjóðlega vernd.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hver er meðalmálsmeðferðartími umsókna um alþjóðlega vernd í dögum talið á ári hverju frá árinu 2020 hjá Útlendingastofnun og kærunefnd? Annars vegar er óskað svars um meðalmálsmeðferðartíma allra umsókna og hins vegar sundurliðun eftir tegundum mála.
     2.      Hver er meðalmálsmeðferðartími umsókna frá ríkisborgurum Venesúela um alþjóðlega vernd í dögum talið á hverju ári frá árinu 2019 hjá Útlendingastofnun og kærunefnd?
     3.      Með hvaða hætti hefur verið brugðist við lengri málsmeðferðartíma hjá Útlendingastofnun og kærunefnd?
     4.      Hvað skýrir að mati ráðherra lengri málsmeðferðartíma umsókna um alþjóðlega vernd?


Skriflegt svar óskast.