Ferill 510. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 580  —  510. mál.
Beiðni um skýrslu


frá utanríkisráðherra um sjálfstæði og fullveldi Palestínu.


Frá Andrési Inga Jónssyni, Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, Birni Leví Gunnarssyni, Gísla Rafni Ólafssyni, Halldóru Mogensen, Oddnýju G. Harðardóttur, Rögnu Sigurðardóttur, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur.

    
    Með vísan til 54. gr. stjórnarskrárinnar og 54. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að utanríkisráðherra flytji Alþingi skýrslu um það hvernig stjórnvöld hafa sýnt í verki að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu.

Greinargerð.

    Alþingi ályktaði 29. september 2011 að fela ríkisstjórninni að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Hinn 15. desember sama ár staðfestu utanríkisráðherrar Íslands og Palestínu með formlegum hætti upptöku stjórnmálasambands milli Íslands og Palestínu sem tveggja sjálfstæðra og fullvalda ríkja.
    Þess er óskað að utanríkisráðherra flytji Alþingi skýrslu um það hvernig stjórnvöld hafa fylgt þessari stefnu eftir með aðgerðum, á alþjóðavísu sem og innan lands.