Ferill 512. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 587  —  512. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um sjúkraflug.

Frá Berglindi Hörpu Svavarsdóttur.


     1.      Hvaða breytingar eru fyrirhugaðar á sjúkraflugi í kjölfar nýlegs útboðs á starfseminni?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja að áfram verði tvær sjúkraflugvélar til taks alla daga ársins?
     3.      Á hverju byggist sú regla sem stuðst er við í framkvæmd að gefa sjúkrastofnunum á landsbyggðinni 36 klukkustunda svigrúm fyrir sjúkling sem lagður er með bráðainnlögn á sjúkrahús til meðhöndlunar, athugunar og rannsókna áður en nauðsynlegt sjúkraflug með sjúklinginn flokkast sem flutningur á milli sjúkrahúsa?
     4.      Stendur til að endurskoða þann 36 klukkustunda tímaramma sem stuðst er við í framkvæmd og stýrir því hvort Sjúkratryggingar Íslands eða viðkomandi sjúkrastofnun ber kostnað af sjúkraflutningum?
     5.      Hefur verið tekið til skoðunar hvort vaxandi tíðni sjúkraflugferða mætti rekja til umræddrar 36 klukkustunda reglu og um leið aukið álag á Landspítala vegna tilvika sem annars væri hægt að sinna á landsbyggðinni?
     6.      Hver eru hámarksþyngdarmörk sjúklinga í sjúkraflugi?
     7.      Hyggst ráðherra gera ráðstafanir til að tryggja að allir íbúar óháð þyngd þeirra komist í sjúkraflug sem þarfnast sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu?


Skriflegt svar óskast.