Ferill 514. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 589 —  514. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um eftirlit með framkvæmd frávísana og brottvísana.

Frá Rögnu Sigurðardóttur.


     1.      Hvernig hefur eftirliti með framkvæmd frávísana og brottvísana samkvæmt lögum um útlendinga, nr. 80/2016, verið háttað frá árinu 2016? Hver fer nú með eftirlitið?
     2.      Telur ráðherra þörf á að koma á fót sjálfstæðu eftirlitskerfi með frávísunum og brottvísunum samkvæmt lögum um útlendinga, nr. 80/2016?
     3.      Stendur til að setja ákvæði um eftirlit með framkvæmd frávísana og brottvísana í reglugerð líkt og kveðið er á um í 8. mgr. 104. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016?


Skriflegt svar óskast.