Ferill 515. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 590  —  515. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um ívilnanir við endurgreiðslu námslána heilbrigðisstarfsfólks.

Frá Rögnu Sigurðardóttur.


     1.      Hyggst ráðherra nýta heimild í lögum nr. 60/2020, um Menntasjóð námsmanna, um ívilnanir við endurgreiðslu námslána fyrir heilbrigðisstarfsfólk, á grundvelli 27. gr., 28. gr. eða beggja greina?
     2.      Hefur ráðherra hafið undirbúning á slíkri ívilnun í samræmi við 2. mgr. 27. gr. og 2. mgr. 28. gr. laganna? Ef svo er, hvaða undirbúningur er hafinn, hvenær hófst vinna við hann og hvenær er fyrirhugað að henni ljúki?
     3.      Hefur ráðherra hafið samráð við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti auk fjármála- og efnahagsráðuneytis um fjármögnun ívilnunar fyrir heilbrigðisstarfsfólk á grundvelli 27. gr. og/eða 28. gr. laganna? Liggur fyrir að hún verði fjármögnuð? Ef svo er, hvenær?
     4.      Telur ráðherra að einhvers konar hindranir séu í vegi fyrir því að nýta heimild til ívilnunar, sbr. 27. gr. og/eða 28. gr. laganna? Ef svo er, hverjar eru þær?


Skriflegt svar óskast.