Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 975, 154. löggjafarþing 184. mál: endurskoðendur o.fl. (endurskoðunarnefndir, siðareglur, sektarákvæði o.fl.).
Lög nr. 6 9. febrúar 2024.

Lög um breytingu á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga (endurskoðunarnefndir, siðareglur, sektarákvæði o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á lögum um endurskoðendur og endurskoðun, nr. 94/2019.

1. gr.

     Á eftir orðunum „til endurskoðendaráðs“ í 1. málsl. 7. mgr. 4. gr. laganna kemur: sem veitir starfsleyfi.

2. gr.

     Orðin „og siðareglur endurskoðenda“ í 1. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna falla brott.

3. gr.

     Á eftir orðinu „Endurskoðendaráð“ í 33. gr. laganna kemur: sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd.

4. gr.

     Við 34. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Endurskoðendaráði er heimilt að ráða sér starfsmann til þess að ráðið geti sinnt skyldum sínum.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. laganna:
 1. Orðin „siðareglur endurskoðenda“ í 1. mgr. falla brott.
 2. Orðin „og siðareglum endurskoðenda“ í 2. tölul. 3. mgr. falla brott.
 3. Orðið „og“ í 3. tölul. 3. mgr. fellur brott.
 4. Við 3. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: frammistöðu endurskoðunarnefnda í samræmi við IX. kafla og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 537/2014.


6. gr.

     Orðin „siðareglum endurskoðenda“ í 1. mgr. 37. gr. laganna falla brott.

7. gr.

     Í stað orðsins „skal“ í 1. málsl. 2. mgr. 48. gr. laganna kemur: er endurskoðendaráði heimilt að.

8. gr.

     Í stað orðanna „góða endurskoðunarvenju og siðareglur endurskoðenda“ í 4. tölul. 1. mgr. 49. gr. laganna kemur: og góða endurskoðunarvenju.

9. gr.

     Í stað orðanna „góða endurskoðunarvenju og siðareglur endurskoðenda“ í 2. tölul. 51. gr. laganna kemur: og góða endurskoðunarvenju.

II. KAFLI
Breyting á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 108. gr. a laganna:
 1. Við 2. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sé nefndarmaður utanaðkomandi aðili skal hann tilnefndur af aðalfundi. Formaður nefndarinnar skal vera óháður einingunni og skipaður af nefndarmönnum eða stjórn einingarinnar.
 2. Í stað 3. málsl. 3. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Nefndarmenn skulu sameiginlega hafa yfir að ráða viðeigandi þekkingu og hæfni á því sviði sem endurskoðaða einingin starfar á. Að minnsta kosti einn nefndarmanna skal hafa þekkingu og hæfni á sviði reikningsskila eða endurskoðunar.


11. gr.

     Við 1. tölul. 108. gr. b laganna bætist: og eftir atvikum veita ráðleggingar eða leggja fram tillögur að umbótum við ferlið til að tryggja gæði reikningsskilanna, þ.m.t. heilindi upplýsinga í skýrslu stjórnar.

12. gr.

     Á eftir 108. gr. d laganna koma tvær nýjar greinar, 108. gr. e og 108. gr. f, svohljóðandi:
     
     a. (108. gr. e.)
     Þrátt fyrir 1. mgr. 108. gr. a er ekki skylt að skipa dótturfélagi sem móðurfélag á 100% hlutafjár í endurskoðunarnefnd ef móðurfélagið uppfyllir kröfur um endurskoðunarnefnd á samstæðustigi.
     
     b. (108. gr. f.)
     Endurskoðendaráð skal meta frammistöðu endurskoðunarnefnda.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 120. gr. laganna:
 1. Við 5. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvörðun ársreikningaskrár um álagningu sektar skv. 1. og 2. mgr. er endanleg á stjórnsýslustigi.
 2. Við bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 3.      Óinnheimtar stjórnvaldssektir falla ekki niður þótt aðilar verði síðar við kröfum ársreikningaskrár, sbr. þó 4. mgr. 121. gr.
       Heimilt er að lækka eða fella niður stjórnvaldssekt skv. 1. og 2. mgr. hafi óviðráðanleg atvik sannarlega valdið því að félag hafi ekki staðið skil á ársreikningi eða samstæðureikningi til opinberrar birtingar innan þeirra fresta sem kveðið er á um í 109. gr.
       Heimild ársreikningaskrár skv. 8. mgr. til að lækka eða fella niður álagðar stjórnvaldssektir skv. 1. og 2. mgr. er háð því skilyrði að ársreikningi eða samstæðureikningi félags hafi verið skilað til ársreikningaskrár í samræmi við ákvæði laga þessara.


14. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 31. janúar 2024.