Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1022, 154. löggjafarþing 609. mál: tímabundinn stuðningur til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ (framlenging).
Lög nr. 9 15. febrúar 2024.

Lög um breytingu á lögum um tímabundinn stuðning til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ, nr. 87/2023 (framlenging).


1. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „29. febrúar“ í 1. málsl. 1. gr. laganna kemur: 30. júní.

2. gr.

     Við 8. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Sá sem fær greiddan stuðning skv. 1. mgr. getur óskað eftir því að halda áfram að greiða til stéttarfélags síns og sér þá Vinnumálastofnun um að koma greiðslunni til hlutaðeigandi stéttarfélags.

3. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „31. maí“ í 1. málsl. 3. mgr. 9. gr. laganna kemur: 30. september.

4. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „28. febrúar“ í 3. mgr. 12. gr. laganna kemur: 30. júní.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. febrúar 2024.