Ferill 684. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1024  —  684. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um starfsemi Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hver voru fjárframlög ríkisins til Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands sl. fimm ár?
     2.      Hverjar voru árlegar sértekjur Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands sl. fimm ár og hvaðan komu þær?
     3.      Hversu hátt var árlegt hlutfall sértekna stofnunarinnar sl. fimm ár af heildarrekstrarkostnaði?
     4.      Hversu margir eru á biðlistum eftir þjónustu frá stofnuninni?
     5.      Hversu lengi þurfa þeir sem eru á biðlistum að bíða að meðaltali?
     6.      Til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa til að stofnuninni verði gert kleift að vinna á löngum biðlistum eftir þjónustu fyrir heyrnarskert fólk um land allt?
     7.      Hefur ráðherra í hyggju að leggja til breytingar á lögum og reglum um stofnunina og opinbera heyrnarþjónustu til að vinna á löngum biðlistum? Ef svo er, hvernig?


Skriflegt svar óskast.