Ferill 458. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1347  —  458. mál.
Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um veitingu stöðu flóttamanns til fórnarlamba mansals.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu mörgum einstaklingum hefur verið veitt staða flóttamanns síðastliðin tíu ár með vísan til 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, á þeim grundvelli að viðkomandi hafi verið fórnarlamb mansals? Óskað er eftir sundurliðun eftir upprunaríki og árum.

    Málaskrár Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála bjóða ekki upp á að halda utan um slíkar upplýsingar með kerfisbundnum hætti og því geta stofnanirnar ekki kallað fram upplýsingarnar úr kerfum sínum með einföldum hætti. Í kerfunum er ekki skráð sérstaklega á hvaða grundvelli fallist er á að veita einstaklingi alþjóðlega vernd hér á landi, að öðru leyti en því hvor málsgrein 37. gr. laga um útlendinga eigi við. Með vísan til þess getur ráðuneytið ekki veitt þær upplýsingar sem óskað er eftir.