Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1686, 154. löggjafarþing 772. mál: þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir (reglugerðarheimild).
Lög nr. 49 21. maí 2024.

Lög um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (reglugerðarheimild).


1. gr.

     Við 8. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um stoðþjónustu í reglugerð, svo sem um aðstoðarmannakort fatlaðs fólks og fæðisfé starfsfólks sem matast með notanda.

2. gr.

     Á eftir 1. mgr. 40. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherra er heimilt að setja reglugerðir um nánari framkvæmd laga þessara, þar á meðal um:
  1. stoðþjónustu, sbr. 8. gr.,
  2. stuðningsfjölskyldur, sbr. 15. gr.,
  3. frístundaþjónustu, sbr. 16. gr.,
  4. framkvæmd styrkveitinga, sbr. 25. gr.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. maí 2024.