Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1735, 154. löggjafarþing 691. mál: meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl. (miðlun og form gagna, fjarþinghöld, birting ákæra o.fl.).
Lög nr. 53 28. maí 2024.

Lög um breytingu á lögum um meðferð sakamála, lögum um meðferð einkamála og lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. (miðlun og form gagna, fjarþinghöld, birting ákæra o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008.

1. gr.

     Á eftir 2. gr. laganna kemur ný grein, 2. gr. a, svohljóðandi:
     Tilkynningu eða gagni sem á grundvelli laga þessara er afhent eða sent á milli þeirra sem aðkomu eiga að máli er heimilt að miðla á rafrænu eða stafrænu formi, enda leiki ekki vafi á uppruna þess eða frá hverjum það stafar. Dómari getur ákveðið að frumrit gagns verði lagt fram í dómi telji hann það nauðsynlegt, svo sem fyrir sönnunarfærslu málsins.
     Þegar lög þessi eða venja áskilja áritun, undirritun, staðfestingu eða vottun telst slíkum áskilnaði fullnægt með rafrænni staðfestingu.
     Gagn sem miðlað er á stafrænu eða rafrænu formi telst komið til viðtakanda þegar það er aðgengilegt þannig að unnt sé að kynna sér efni þess. Gagn þarf ekki jafnframt að afhenda á pappírsformi.
     Gögn sem birt eru eftir fyrirmælum 156. gr. eða 156. gr. a skulu, þrátt fyrir þessa grein, birt á því formi og á þann hátt sem þar er lýst.

2. gr.

     Í stað orðanna „afrit af málskjölum“ í 2. málsl. 3. mgr. 7. gr. laganna kemur: eintak málskjala.

3. gr.

     Við 9. gr. laganna bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Dómari getur heimilað þátttöku í þinghaldi í gegnum fjarfundarbúnað, enda verði því háttað þannig að allir sem viðstaddir eru geti fylgst með því sem fram fer. Telst það fullnægjandi mæting af hálfu málsaðila.
     Ákærða eða sakborningi verður þó ekki gert, gegn vilja sínum, að taka þátt í þinghaldi í gegnum fjarfundarbúnað nema ríkar ástæður séu fyrir hendi. Sá sem sættir sig ekki við ákvörðun dómara getur krafist úrskurðar þar um.
     Dómstólasýslan setur leiðbeinandi reglur um fjarþinghöld, þar á meðal um skýrslugjöf fyrir dómi.

4. gr.

     Í stað orðanna „undirrita heit í þingbók“ í 2. málsl. 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: staðfesta heit.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „Við“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Hæstarétt.
 2. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Það sem skráð er í þingbók skal varðveita þannig að það sé öruggt og aðgengilegt.
 3. Í stað orðsins „undirritar“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: staðfestir.
 4. Í stað orðsins „undirrita“ í 6. málsl. 2. mgr. kemur: staðfesta.


6. gr.

     14. gr. laganna orðast svo:
     Við Hæstarétt, Landsrétt og hvern héraðsdómstól skal haldin dómabók sem hefur að geyma dóma, svo og úrskurði eftir því sem við á, sem fela í sér niðurstöðu máls, staðfesta af dómara.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
 1. 2. og 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Þau skulu staðfest af dómstól um framlagningu. Sá sem leggur fram skjal skal afhenda það dómara og aðilum máls eintak þess, svo og brotaþola ef mætt er af hans hálfu í málinu.
 2. Í stað orðanna „varðveita í skjalasafni hlutaðeigandi dómstóls“ í 2. mgr. kemur: hlutaðeigandi dómstóll varðveita.
 3. Í stað orðsins „afrit“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: annað eintak.


8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „afrit af málskjölum“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: eintak málskjala.
 2. Í stað orðanna „afrit af ákæru og greinargerð“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: eintak ákæru og greinargerðar.
 3. Í stað orðanna „afrit af þeim hlutum“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: þá hluta.
 4. Í stað orðanna „endurrit úr þingbók eða dómabók“ í 2. mgr. kemur: eintak þingbókar eða dómabókar.
 5. Í stað orðsins „endurrit“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: eintök.
 6. 2. málsl. 3. mgr. orðast svo: Áður en þau eru afhent skal, ef sérstök ástæða er til, afmá úr þeim atriði sem eðlilegt er að fari leynt með tilliti til almanna- eða einkahagsmuna, þar á meðal ef það hefði í för með sér hættu á sakarspjöllum að þau kæmust til vitundar almennings.
 7. Orðið „afrit“ í 1. málsl. 4. mgr. fellur brott.
 8. Í stað orðanna „eftirgerð af hljóð- eða myndupptökum“ í 3. málsl. 4. mgr. kemur: hljóð- eða myndupptökur.
 9. Í stað orðanna „afrita af hljóðupptökum“ í 4. málsl. 4. mgr. kemur: hljóðupptaka.
 10. Í stað orðanna „afrit eða eftirrit“ í 6. mgr. kemur: eintak.
 11. Orðið „afrits“ í 1. málsl. 7. mgr. fellur brott.


9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „Við“ í 1. mgr. kemur: Hæstarétt.
 2. Í stað orðanna „Dómstólasýslan setur nánari reglur um eftirfarandi atriði fyrir“ í 2. mgr. kemur: Að höfðu samráði við hlutaðeigandi dómstig setur dómstólasýslan nánari reglur um eftirfarandi atriði fyrir Hæstarétt.
 3. Orðin „þar á meðal rafræna færslu þeirra“ í b-lið 2. mgr. falla brott.
 4. Í stað orðanna „endurritum af dómum og úr þingbók“ í f-lið 2. mgr. kemur: dómum og þingbókum.
 5. Á undan orðunum „form og frágang“ í g-lið 2. mgr. kemur: rafræna staðfestingu, sem og afhendingarmáta.


10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 37. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „afrit“ í 1. málsl. kemur: eintak.
 2. Í stað orðanna „afrit af einstökum skjölum“ í 3. málsl. kemur: eintak tiltekinna skjala.


11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 47. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „afrit“ í 1. málsl. kemur: eintak.
 2. Í stað orðanna „afrit af skjölum“ í 2. málsl. kemur: eintak skjala.
 3. Í stað orðanna „afrit af einstökum skjölum“ í 4. málsl. kemur: eintak tiltekinna skjala.


12. gr.

     Í stað orðsins „skjalfest“ í 2. málsl. 2. mgr. 56. gr. laganna kemur: skráð.

13. gr.

     Við 1. mgr. 62. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Lögregla getur ákveðið að skýrslugjöf fari fram í gegnum fjarfundarbúnað með hljóði og mynd, enda leiki ekki vafi á auðkenni skýrslugjafa og tryggt þykir að hann geti gefið skýrslu án utanaðkomandi þrýstings eða truflunar.

14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 66. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „hver tekur skýrsluna, hver gefur hana“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: lögreglunúmer þess sem tekur skýrsluna, hver gefur hana, lögreglunúmer og auðkennisnúmer starfsmanna lögreglu sem viðstaddir eru.
 2. Á eftir orðunum „nöfn sín“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: lögreglunúmer eða auðkennisnúmer starfsmanns lögreglu.


15. gr.

     Í stað orðanna „afrit af skjali eða annars konar upplýsingum“ í 2. mgr. 68. gr. laganna kemur: annað eintak skjals eða annars konar upplýsingar.

16. gr.

     Í stað orðanna „afrit af skránni“ í 2. málsl. 71. gr. laganna kemur: eintak skrárinnar.

17. gr.

     Í stað orðsins „undirrita“ í 2. málsl. 2. mgr. 84. gr. laganna kemur: staðfesta.

18. gr.

     Í stað orðsins „afrit“ í 3. málsl. 1. mgr. 85. gr. laganna kemur: önnur eintök.

19. gr.

     Í stað orðanna „afrit af“ í 2. málsl. 2. mgr. 104. gr. laganna kemur: eintak.

20. gr.

     Við 1. mgr. 113. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Dómari getur ákveðið að skýrslugjöf ákærða fari fram í gegnum fjarfundarbúnað með hljóði og mynd, enda leiki að mati dómara ekki vafi á auðkenni ákærða og tryggt þykir að hann geti gefið skýrslu án utanaðkomandi þrýstings eða truflunar. Ákærða verður þó ekki gert, gegn vilja sínum, að gefa skýrslu á þann hátt nema ríkar ástæður séu fyrir hendi.

21. gr.

     4. mgr. 116. gr. laganna orðast svo:
     Nú er vitni statt fjarri þingstað eða það hefði annars sérstakt óhagræði af því að koma fyrir dóm og getur þá dómari ákveðið að skýrsla verði tekin af því á dómþingi í gegnum fjarfundarbúnað með hljóði og mynd, enda leiki að mati dómara ekki vafi á auðkenni vitnis og tryggt þykir að það geti gefið skýrslu án utanaðkomandi þrýstings eða truflunar. Ef sérstaklega stendur á getur dómari þó ákveðið að skýrslutaka fari einungis fram með hljóði enda megi ekki ætla að úrslit máls geti ráðist af framburði vitnis og skýrslutöku verði hagað þannig að viðstaddir heyri orðaskipti við vitnið.

22. gr.

     Við 2. mgr. 120. gr. laganna bætist: eða 156. gr. a.

23. gr.

     Við 2. málsl. 1. mgr. 122. gr. laganna bætist: og starfsmann lögreglu aðeins gera grein fyrir auðkennisnúmeri sínu.

24. gr.

     Orðin „endurrit af“ í 1. mgr. 129. gr. laganna falla brott.

25. gr.

     Í stað orðanna „frumritum eða afritum nauðsynlegra gagna og endurritum úr þingbók“ í 1. mgr. 139. gr. laganna kemur: nauðsynlegum gögnum og þingbók.

26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 148. gr. laganna:
 1. 5. málsl. orðast svo: Sakborningur staðfestir skýrsluna og fær afhent eintak hennar.
 2. 8., 9. og 10. málsl. falla brott.


27. gr.

     Í stað orðsins „bréflega“ í 2. málsl. 1. mgr. 149. gr. laganna kemur: skriflega.

28. gr.

     Á eftir tilvísuninni „156. gr.“ í 1. málsl. 3. mgr. 150. gr. laganna kemur: eða 156. gr. a.

29. gr.

     Í stað 2. og 3. málsl. 154. gr. laganna kemur einn nýr málsliður, svohljóðandi: Ákæru á að fylgja skrá yfir gögnin og tilkynning um það hver fari með málið fyrir ákæruvaldið, hvaða vitni það óskar eftir að verði leidd í málinu og hvaða sönnunargagna það telji nauðsynlegt að afla að öðru leyti.

30. gr.

     Við 3. mgr. 155. gr. laganna bætist: eða 156. gr. a.

31. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 156. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „afrit af henni“ í 3. málsl. 2. mgr. og 2. málsl. 5. mgr. kemur: eintak hennar.
 2. Í stað orðsins „afriti“ tvívegis í 4. málsl. 2. mgr. kemur: eintaki.
 3. 1. málsl. 5. mgr. orðast svo: Að birtingu lokinni afhendir ákærandi dómara ákæru ásamt birtingarvottorði eða annarri staðfestingu á birtingu.


32. gr.

     Á eftir 156. gr. laganna kemur ný grein, 156. gr. a, svohljóðandi:
     Heimilt er að birta ákæru fyrir ákærða í stafrænu pósthólfi í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda og telst hún þá réttilega birt þegar ákærði hefur staðfest móttöku hennar.
     Við birtingu ákæru í stafrænu pósthólfi skal þess gætt að gefa ákærða kost á að óska eftir verjanda, sbr. 4. mgr. 156. gr.
     Um birtingu ákæra í stafrænu pósthólfi fer að öðru leyti eftir lögum um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda.
     Ríkissaksóknari setur nánari fyrirmæli um birtingu gagna eftir þessari grein í stafrænu pósthólfi.

33. gr.

     Í stað orðanna „afrit af gögnum“ í 2. málsl. 157. gr. laganna kemur: eintak gagna.

34. gr.

     Í stað orðanna „afrit af greinargerð“ í 1. málsl. 1. mgr. 174. gr. laganna kemur: eintak greinargerðar.

35. gr.

     Í stað orðanna „afrit af skjölum“ í 1. málsl. 3. mgr. 179. gr. laganna kemur: eintök skjala.

36. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 185. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Endurrit af dómi eða úrskurði“ í 2. mgr. kemur: Eintak dóms eða úrskurðar.
 2. Í stað orðsins „endurrit“ í 1. og 2. málsl. 3. mgr. kemur: eintak.
 3. Við 4. málsl. 3. mgr. bætist: eða 156. gr. a.


37. gr.

     Í stað orðsins „endurrit“ tvívegis í 2. málsl. 3. mgr. 186. gr. laganna kemur: eintak.

38. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 192. gr. laganna:
 1. Á undan orðunum „hvort loka eigi“ í b-lið kemur: hvort ákærði eða sakborningur taki þátt í þinghaldi í gegnum fjarfundarbúnað.
 2. Í stað orðanna „afrit af gögnum“ í c-lið kemur: gögn.


39. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 194. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „endurritum úr þingbók“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: þingbók.
 2. Í stað orðanna „á því formi eða í þeim fjölda eintaka sem Landsréttur ákveður“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur: Landsrétti.
 3. Í stað orðanna „afrit af greinargerðinni og nýjum gögnum“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: eintak greinargerðarinnar og nýrra gagna.


40. gr.

     Í stað orðsins „bréflegri“ í 1. málsl. 2. mgr. 199. gr. laganna kemur: skriflegri.

41. gr.

     Í stað orðanna „endurriti af héraðsdómi “ í 1. málsl. 5. mgr. 201. gr. laganna kemur: eintaki héraðsdóms.

42. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 202. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „endurrit, sem og hljóðupptökur af munnlegum framburði fyrir héraðsdómi og afrit þeirra málsskjala“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: dómur, úrskurðir og þingbók sem og hljóðupptökur og uppritun af munnlegum framburði fyrir héraðsdómi og þau málskjöl.
 2. Orðin „í þeim fjölda eintaka sem hann telur þörf á“ í 3. málsl. 2. mgr. falla brott.
 3. Í stað orðanna „Landsréttur setur“ í 3. mgr. kemur: Landsrétti er heimilt að setja.


43. gr.

     Í stað orðanna „afrit af henni, svo og af gögnum sem fylgja henni“ í 4. málsl. 1. mgr. 203. gr. laganna kemur: eintak hennar, sem og eintak af gögnum sem fylgja henni.

44. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 213. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „endurritum úr þingbók“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: þingbók.
 2. 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Gögnin sendir Landsréttur til Hæstaréttar, ásamt athugasemdum ef Landsréttur svo kýs.
 3. Í stað orðanna „afrit af greinargerðinni“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: eintak greinargerðarinnar.


45. gr.

     Í stað orðanna „endurrit dóms“ í 1. málsl. 3. mgr. 214. gr. laganna kemur: eintak dómsins.

46. gr.

     Í stað orðanna „endurrit af dómi“ í 3. málsl. 3. mgr. 217. gr. laganna kemur: eintak dóms.

47. gr.

     Í stað orðanna „endurriti af dómi“ í 1. málsl. 5. mgr. 218. gr. laganna kemur: eintaki dóms.

48. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 219. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „afrit þeirra málsskjala og endurrita“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: þau málskjöl, dómur, úrskurðir, þingbók og uppritanir.
 2. Orðin „í þeim fjölda eintaka sem hann telur þörf á“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
 3. Í stað orðanna „Hæstiréttur setur“ í 3. mgr. kemur: Hæstarétti er heimilt að setja.


49. gr.

     Í stað orðanna „afrit af henni, svo og af gögnum sem fylgja henni“ í 4. málsl. 1. mgr. 220. gr. laganna kemur: eintak hennar, sem og eintak af gögnum sem fylgja henni.

II. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991.

50. gr.

     Á eftir 1. gr. laganna kemur ný grein, 1. gr. a, svohljóðandi:
     1. Tilkynningu eða gagni sem á grundvelli laga þessara er afhent eða sent á milli þeirra sem aðkomu eiga að máli er heimilt að miðla á rafrænu eða stafrænu formi, enda leiki ekki vafi á uppruna þess eða frá hverjum það stafar. Dómari getur ákveðið að frumrit gagns verði lagt fram í dómi telji hann það nauðsynlegt, svo sem fyrir sönnunarfærslu málsins.
     2. Þegar lög þessi eða venja áskilja áritun, undirritun, staðfestingu eða vottun telst slíkum áskilnaði fullnægt með rafrænni staðfestingu.
     3. Gagn sem miðlað er á stafrænu eða rafrænu formi telst komið til viðtakanda þegar það er aðgengilegt þannig að unnt sé að kynna sér efni þess. Gagn þarf ekki jafnframt að afhenda á pappírsformi.
     4. Gögn sem birta skal eftir fyrirmælum XIII. kafla skulu, þrátt fyrir þessa grein, birt á því formi og á þann hátt sem þar er lýst.

51. gr.

     Í stað orðanna „endurrit af málsskjölum“ í 2. málsl. 4. mgr. 6. gr. laganna kemur: eintak málsskjala.

52. gr.

     Við 8. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     4. Dómari getur heimilað þátttöku í þinghaldi í gegnum fjarfundarbúnað, enda verði því háttað þannig að allir sem viðstaddir eru geti fylgst með því sem fram fer. Telst það fullnægjandi mæting af hálfu málsaðila.
     5. Dómstólasýslan setur leiðbeinandi reglur um fjarþinghöld, þar á meðal um skýrslugjöf fyrir dómi.

53. gr.

     Í stað orðanna „undirrita heit í þingbók“ í 3. málsl. 2. mgr. 10. gr. laganna kemur: staðfesta heit.

54. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „Við“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Hæstarétt.
 2. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Það sem skráð er í þingbók skal varðveita þannig að það sé öruggt og aðgengilegt.
 3. Í stað orðsins „undirritar“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: staðfestir.
 4. Í stað orðsins „undirrita“ í 5. málsl. 2. mgr. kemur: staðfesta.


55. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      1. Við Hæstarétt, Landsrétt og hvern héraðsdómstól skal haldin dómabók sem hefur að geyma dóma, svo og úrskurði eftir því sem við á, sem fela í sér niðurstöðu máls, staðfesta af dómara.
 3. Á eftir orðunum „skrá við“ í 2. mgr. kemur: Hæstarétt.


56. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
 1. 2. og 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Þau skulu staðfest af dómstól um framlagningu. Sá sem leggur fram skjal skal afhenda dómara og aðilum máls eintak þess.
 2. Í stað orðins „myndrit“ tvívegis í 2. málsl. og einu sinni í 3. málsl. 2. mgr. kemur: annað eintak.


57. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „eftirrit af málsskjölum og úr þingbók eða dómabók“ í 1. mgr. kemur: eintak málsskjala og eintök úr þingbók eða dómabók.
 2. Í stað orðanna „endurrit“ og „eftirrit“ í 2. mgr. kemur: eintök.
 3. Orðið „afrit“ í 1. málsl. 3. mgr. fellur brott.
 4. Í stað orðanna „afrita af hljóðupptökum“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: hljóðupptaka.
 5. Í stað orðsins „eftirrit“ í 5. mgr. kemur: afhendingu.
 6. Orðið „eftirrits“ í 1. málsl. 6. mgr. fellur brott.


58. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 15. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Dómstólasýslan setur nánari reglur um eftirfarandi atriði fyrir“ kemur: Að höfðu samráði við hlutaðeigandi dómstig setur dómstólasýslan nánari reglur um eftirfarandi atriði fyrir Hæstarétt.
 2. Orðin „þar á meðal rafræna færslu þeirra“ í b-lið falla brott.
 3. Í stað orðanna „endurritum af dómum og úr þingbók“ í f-lið kemur: dómum og þingbókum.
 4. Á undan orðunum „form og frágang“ í g-lið kemur: rafræna staðfestingu, sem og afhendingarmáta.


59. gr.

     4. mgr. 51. gr. laganna orðast svo:
     4. Ef vitni er statt fjarri þingstað, það hefði sérstakt óhagræði af því að koma fyrir dóm eða það er til þess fallið að greiða fyrir meðferð málsins að öðru leyti, getur dómari ákveðið að skýrsla verði tekin af því á dómþingi gegnum síma eða annað fjarskiptatæki, eftir atvikum í hljóði og mynd, enda leiki að mati dómara ekki vafi á auðkenni vitnis og tryggt þykir að það geti gefið skýrslu án utanaðkomandi þrýstings eða truflunar. Skýrslutöku í gegnum fjarfundarbúnað skal hagað þannig að allir sem eru staddir á dómþingi heyri orðaskipti við vitnið.

60. gr.

     Orðin „endurrit af“ í 1. mgr. 62. gr. laganna falla brott.

61. gr.

     Í stað orðanna „eftirrit af skjalinu“ í 2. málsl. 4. mgr. 67. gr. laganna kemur: eintak skjalsins.

62. gr.

     Í stað orðanna „frumritum eða myndritum nauðsynlegra gagna og endurritum úr“ í 1. mgr. 74. gr. laganna kemur: nauðsynlegum gögnum og.

63. gr.

     2. mgr. 80. gr. laganna fellur brott.

64. gr.

     Í stað orðsins „undirrita“ í 3. mgr. 81. gr. laganna kemur: staðfesta.

65. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 83. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „vottar“ í a-lið 1. mgr. kemur: staðfestir.
 2. Í stað orðanna „samrit hennar er sent í ábyrgðarbréfi sem er borið út og póstmaður vottar“ í b-lið 1. mgr. kemur: eintak hennar er sent í ábyrgðarbréfi sem er borið út og póstmaður staðfestir.
 3. Í stað orðsins „samrit“ í a-lið 3. mgr. kemur: eintak.


66. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 84. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „samriti“ í 1. og 2. málsl. kemur: eintaki.
 2. Í stað orðsins „samrit“ tvívegis í 3. málsl. kemur: eintakið.


67. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 86. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „samrit“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: eintak.
 2. Í stað orðsins „samriti“ tvívegis í 3. mgr. kemur: eintaki.


68. gr.

     Í stað orðanna „samrits“ og „samrit“ í 93. gr. laganna kemur: eintaks; og: eintak.

69. gr.

     Í stað orðsins „undirrituð“ í 2. málsl. 109. gr. laganna kemur: staðfest.

70. gr.

     Í stað orðanna „Endurrit af dómi eða úrskurði“ í 3. málsl. 3. mgr. 115. gr. laganna kemur: Eintak dóms eða úrskurðar.

71. gr.

     Í stað orðanna „endurrit af dómi þá í té nýtt endurrit“ í 2. málsl. 3. mgr. 116. gr. laganna kemur: eintak dóms þá í té nýtt eintak.

72. gr.

     Í stað orðanna „endurrit af skjalinu“ í 1. málsl. 1. mgr. 121. gr. laganna kemur: eintak skjalsins.

73. gr.

     Á eftir orðunum „af endurritum“ í f-lið 1. mgr. 129. gr. laganna kemur: og eintakagerð.

74. gr.

     Í stað orðsins „eftirriti“ í 3. málsl. 2. mgr. 145. gr. laganna kemur: eintaki.

75. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 147. gr. laganna:
 1. Orðin „og í þeim fjölda eintaka sem Landsréttur ákveður“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.
 2. Orðið „eitt“ í 3. málsl. 3. mgr. fellur brott.
 3. Orðin „og skulu þau vera í því horfi sem Landsréttur mælir fyrir um“ í 4. málsl. 3. mgr. falla brott.
 4. 6. mgr. orðast svo:
 5.      6. Landsrétti er heimilt að setja reglur um frágang málsgagna aðila í kærumálum.


76. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 148. gr. laganna:
 1. Orðið „eitt“ í 4. málsl. fellur brott.
 2. 5. málsl. fellur brott.


77. gr.

     Í stað orðsins „endurrit“ í 1. málsl. 3. mgr. 150. gr. laganna kemur: eintak.

78. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 154. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „endurriti“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: eintaki.
 2. Í stað orðsins „bréflega“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: skriflega.


79. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 155. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „endurriti af dóminum“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: eintaki dómsins.
 2. 2. mgr. orðast svo:
 3.      2. Landsréttur skal halda eftir eintaki áfrýjunarstefnu skv. 1. mgr.


80. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 156. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „í þeim fjölda eintaka sem Landsréttur ákveður en til þeirra teljast endurrit, þar á meðal“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: en til þeirra teljast dómur, úrskurðir og þingbók, uppritun.
 2. 4. mgr. orðast svo:
 3.      4. Landsrétti er heimilt að setja nánari reglur um frágang málsgagna aðila og dómsgerða.


81. gr.

     Í stað orðsins „bréfleg“ í 1. málsl. 1. mgr. 158. gr. laganna kemur: skrifleg.

82. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 159. gr. laganna:
 1. Orðin „í þeim fjölda eintaka sem Landsréttur ákveður“ í 2. mgr. falla brott.
 2. 3. mgr. fellur brott.


83. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 160. gr. laganna:
 1. Orðin „í frumriti og ljósrit eða eftirrit þeirra“ í 4. málsl. falla brott.
 2. Í stað orðsins „eftirrit“ í 5. málsl. kemur: eintak.


84. gr.

     Í stað orðsins „endurriti“ í 3. málsl. 2. mgr. 169. gr. laganna kemur: eintaki.

85. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 171. gr. laganna:
 1. Orðin „og í þeim fjölda eintaka sem Hæstiréttur ákveður“ í 1. málsl. 2. mgr. falla brott.
 2. Orðið „eitt“ í 4. málsl. 2. mgr. fellur brott.
 3. Orðin „og skulu þau vera í því horfi sem Hæstiréttur mælir fyrir um“ í 5. málsl. 2. mgr. falla brott.
 4. 4. mgr. orðast svo:
 5.      4. Hæstarétti er heimilt að setja nánari reglur um frágang málsgagna aðila í kærumálum.


86. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 172. gr. laganna:
 1. Orðið „eitt“ í 4. málsl. fellur brott.
 2. 5. málsl. fellur brott.


87. gr.

     Í stað orðanna „endurrit dóms“ í 1. málsl. 4. mgr. 174. gr. laganna kemur: eintak dómsins.

88. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 178. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „endurriti“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: eintaki.
 2. Í stað orðsins „bréflega“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: skriflega.


89. gr.

     2. mgr. 179 gr. laganna orðast svo:
     2. Hæstiréttur skal halda eftir eintaki áfrýjunarstefnu skv. 1. mgr.

90. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 180. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Einnig skal hann þá skila málsgögnum en til þeirra teljast málsskjöl, dómur, úrskurðir, þingbók og uppritanir sem áfrýjandi hyggst byggja mál sitt á fyrir Hæstarétti og liggja þegar fyrir.
 2. 4. mgr. orðast svo:
 3.      4. Hæstarétti er heimilt að setja nánari reglur um frágang málsgagna aðila og dómsgerða.


91. gr.

     Í stað orðsins „bréfleg“ í 1. málsl. 1. mgr. 182. gr. laganna kemur: skrifleg.

92. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 183. gr. laganna:
 1. Orðin „í þeim fjölda eintaka sem Hæstiréttur ákveður“ í 1. málsl. 2. mgr. falla brott.
 2. Í stað orðanna „þau málsskjöl og endurrit“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: málsskjöl, dómur, úrskurðir, þingbók og uppritanir.
 3. 3. mgr. fellur brott.


93. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 184. gr. laganna:
 1. Orðin „í frumriti og ljósrit eða eftirrit þeirra“ í 4. málsl. falla brott.
 2. Í stað orðsins „eftirrit“ í 7. málsl. kemur: eintak.


III. KAFLI
Breyting á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991.

94. gr.

     Á eftir orðunum „vera skrifleg“ í 1. málsl. 2. mgr. 117. gr. laganna kemur: ýmist stafræn, rafræn eða bréfleg.

95. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2024.

Samþykkt á Alþingi 17. maí 2024.