Ferill 961. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1878  —  961. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni um skrifleg svör ráðherra við fyrirspurnum frá alþingismönnum.


     1.      Hvert er ferlið í ráðuneytinu þegar fyrirspurn skv. 57. gr. laga um þingsköp Alþingis berst frá alþingismanni sem óskar skriflegs svars? Hvernig er það skráð í skjalavistunarkerfi ráðuneytisins?
    Þegar fyrirspurn berst er hún þegar í stað skráð í skjalavistunarkerfi ráðuneytisins og á ábyrgð ráðuneytisstjóra. Ráðuneytisstjóra er tilkynnt um fyrirspurnina og í framhaldinu útdeilir ráðuneytisstjóri ábyrgðinni á skrifstofustjóra eða ákveður að fyrirspurn tilheyri skrifstofu ráðuneytisstjóra.
    Skrifstofustjóri/ráðuneytisstjóri getur falið sérfræðingi að vinna drög að svari. Sérfræðingur/höfundur svars safnar upplýsingum og gerir drög að svari fyrir ráðherra í samráði við sinn skrifstofustjóra.
    Þegar ráðherra hefur samþykkt svar útbýr höfundur þess lokaútgáfu og sendir á ritara sem sendir svar til Alþingis. Öll samskipti eru vistuð á málinu og því lokað.

     2.      Hversu langur tími leið að jafnaði undanfarin þrjú ár frá því að fyrirspurn var útbýtt þar til ráðuneytið sendi forseta Alþingis skriflegt svar? Svar óskast sundurliðað eftir löggjafarþingum og fyrirspyrjendum.
    Eftirfarandi tafla sýnir yfirlit yfir fjölda skriflegra fyrirspurna á síðastliðnum þremur löggjafarþingum og meðalsvartíma. Miðað er við fjölda daga frá því að ráðuneytinu barst fyrirspurn þar til svar er sent til Alþingis. Frídagar á tímabilinu eru ekki dregnir frá dagafjölda. Ef fyrirspurn var ekki svarað fyrir þinglok er svartími talinn til þingloka.

Löggjafarþing Fjöldi fyrirspurna Meðalsvartími (dagar)
153 62 82
152 44 74
151 34 66
    
    Eftirfarandi tafla sýnir fjölda fyrirspurna og meðalsvartíma á síðastliðnum þremur löggjafarþingum, sundurliðað eftir fyrirspyrjendum. Miðað er við alla daga frá því að ráðuneytinu barst fyrirspurn þar til svar er sent til Alþingis. Frídagar á tímabilinu eru meðtaldir. Frekari sundurliðun á svörum við einstaka fyrirspurnum er að finna í fylgiskjali.

Fyrirspyrjandi Fjöldi fyrirspurna Meðalsvartími (dagar)
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir 1 45
Alda María Vilhjálmsdóttir 1 24
Andrés Ingi Jónsson 11 75
Anna Kolbrún Árnadóttir 5 59
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir 2 69
Ágúst Ólafur Ágústsson 2 55
Ásmundur Friðriksson 3 117
Ásthildur Lóa Þórsdóttir 15 68
Ástrós Rut Sigurðardóttir 1 67
Bergþór Ólason 3 64
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir 1 41
Björn Leví Gunnarsson 11 70
Bryndís Haraldsdóttir 2 51
Diljá Mist Einarsdóttir 1 72
Eva Sjöfn Helgadóttir 4 148
Eydís Ásbjörnsdóttir 1 107
Gísli Rafn Ólafsson 2 44
Guðjón S. Brjánsson 1 13
Guðmundur Ingi Kristinsson 5 90
Gunnar Bragi Sveinsson 1 61
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir 1 38
Halldór Auðar Svansson 1 32
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir 1 26
Halldóra K. Hauksdóttir 1 35
Halldóra Mogensen 3 77
Hanna Katrín Friðriksson 2 54
Helga Vala Helgadóttir 3 114
Hildur Jana Gísladóttir 1 29
Hildur Sverrisdóttir 2 42
Indriði Ingi Stefánsson 1 22
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir 4 90
Inga Sæland 5 45
Ingibjörg Isaksen 1 69
Jódís Skúladóttir 1 36
Jóhann Páll Jóhannsson 7 92
Jón Þór Ólafsson 1 28
Kolbrún Baldursdóttir 1 197
Kristrún Frostadóttir 1 21
Lenya Rún Taha Karim 1 79
Lilja Rafney Magnúsdóttir 1 180
Oddný G. Harðardóttir 2 94
Ólafur Ísleifsson 3 62
Ólafur Þór Gunnarsson 1 126
Óli Björn Kárason 2 56
Rósa Björk Brynjólfsdóttir 1 26
Sara Elísa Þórðardóttir 1 89
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 4 251
Sigurður Páll Jónsson 3 24
Steinunn Þóra Árnadóttir 1 57
Viðar Eggertsson 3 53
Vilborg Kristín Oddsdóttir 1 50
Vilhjálmur Árnason 1 55
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir 1 48
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 1 165
Þorsteinn Sæmundsson 2 49
Þórunn Sveinbjarnardóttir 1 36

     3.      Hvaða aðilar í ráðuneytinu sjá um vinnslu skriflegra svara, frágang þeirra, yfirlestur og sendingu til forseta Alþingis? Hversu langan tíma tók hvert þessara skrefa að jafnaði undanfarin þrjú ár? Svar óskast sundurliðað eftir löggjafarþingum og fyrirspyrjendum.
    Hver sér um vinnslu skriflegra svara er mismunandi eftir eðli og efni fyrirspurnar, en öll svör eru lesin yfir af skrifstofustjóra viðkomandi skrifstofu/ráðuneytisstjóra áður en þau eru lögð fyrir ráðherra til samþykktar, sbr. fyrrgreindan feril. Ritari sér um að senda svar til Alþingis.
    Ekki er haldið sérstaklega utan um þann tíma sem fer í vinnslu svara við fyrirspurnum en sá tími getur verið afar misjafn, allt eftir umfangi fyrirspurnar. Almennt tekur öflun upplýsinga og úrvinnsla gagna mestan tíma í þessu ferli, en iðulega þarf að kalla eftir gögnum frá stofnunum ráðuneytisins og er hluti svara í þeim tilfellum unninn hjá viðkomandi stofnun.
    Upplýsingar um tímalengd hvers skrefs eru ekki aðgengilegar og því er ekki unnt að gera sundurliðun.


Fylgiskjal.


Yfirlit yfir skriflegar fyrirspurnir til félags- og vinnumarkaðsráðherra á síðastliðnum þremur löggjafarþingum.

www.althingi.is/altext/pdf/154/fylgiskjol/s1878-f_I.pdf