Ferill 1085. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1887 — 1085. mál.
Svar
félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Birgi Þórarinssyni um örorku- og ellilífeyri.
1. Hversu margir einstaklingar þáðu örorkulífeyri eða endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun í janúar 2022 og janúar 2024? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort þeir þáðu lífeyri eða fengu engan lífeyri greiddan? Þá óskast svarið sundurliðað eftir upprunalandi lífeyrisþega.
24.259 einstaklingar voru með örorku- eða endurhæfingarlífeyrisrétt í janúar 2024. Þar af voru 23.922 einstaklingar sem fengu lífeyri greiddan. 23.567 einstaklingar voru með örorku- eða endurhæfingarlífeyri í janúar 2022. Þar af voru 23.227 einstaklingar sem fengu lífeyri greiddan. Þetta má sjá á eftirfarandi töflu:
Dags. | Með örorku- eða endurhæfingarlífeyrisréttindi hjá TR | Þar af >0 kr. | Þar af =0 kr. |
jan. 24 | 24.259 | 23.922 | 337 |
jan. 22 | 23.567 | 23.227 | 340 |
Sundurliðun eftir upprunalandi kemur fram í fylgiskjali 1.
2. Hver voru útgjöld Tryggingastofnunar í janúar 2022 og janúar 2024 vegna útgreiðslu örorkulífeyris eða endurhæfingarlífeyris? Hvert var annars vegar meðaltal og hins vegar miðgildi útgjalda Tryggingastofnunar vegna útgreiðslu örorkulífeyris eða endurhæfingarlífeyris í janúar 2022 og janúar 2024, sundurliðað eftir upprunalandi lífeyrisþega?
Útgjöld vegna útgreiðslu örorku- og endurhæfingarlífeyris í janúar 2024 voru samtals 7.736.516.319 kr. Meðaltal var 318.913 kr. og miðgildi 343.006 kr. Í janúar 2022 voru útgjöldin 6.173.094.828 kr. Meðaltalið var 261.938 kr. og miðgildið 280.058 kr. Þetta má sjá á eftirfarandi töflu:
Dags. | Samtals upphæð örorku- og endurhæfingarlífeyris hjá TR | Meðalupphæð | Miðgildi |
jan. 24 | 7.736.516.319 | 318.913 | 343.006 |
jan. 22 | 6.173.094.828 | 261.938 | 280.058 |
Sundurliðun eftir upprunalandi kemur fram í fylgiskjali 1.
3. Hver voru útgjöld Tryggingastofnunar í janúar 2022 og janúar 2024 vegna útgreiðslu ellilífeyris? Hvert var meðaltal og miðgildi útgjalda Tryggingastofnunar vegna útgreiðslu ellilífeyris í janúar 2022 og janúar 2024, sundurliðað eftir upprunalandi lífeyrisþega? Hver var annars vegar fjöldi einstaklinga sem þáði ellilífeyri frá Tryggingastofnun í janúar 2022 og janúar 2024 og hins vegar fjöldi þeirra sem fengu engan ellilífeyri frá Tryggingastofnun sömu mánuði, sundurliðað eftir upprunalandi lífeyrisþega?
Útgjöld vegna ellilífeyris í janúar 2024 voru 9.326.565.080 kr. Meðalfjárhæð var 200.498 kr. og miðgildi 220.748 kr. Útgjöld í janúar 2022 voru 7.533.514.608 kr. Meðalfjárhæð var 171.888 kr. og miðgildi 192.004 kr. Þetta má sjá á eftirfarandi töflu:
Dags. | Samtals upphæð ellilífeyrir hjá TR | Meðalupphæð | Miðgildi |
jan. 24 | 9.326.565.080 | 200.498 | 220.748 |
jan. 22 | 7.533.514.608 | 171.888 | 192.004 |
46.517 einstaklingar voru með ellilífeyrisrétt í janúar 2024. Þar af fengu 41.400 einstaklingar greiddan ellilífeyri frá Tryggingastofnun. 43.828 einstaklingar voru með ellilífeyrisrétt í janúar 2022. Þar af voru 39.352 sem fengu greiddan lífeyri frá Tryggingastofnun. Þetta má sjá á eftirfarandi töflu:
Dags. | Með ellilífeyrisréttindi hjá TR | Þar af >0 kr. | Þar af =0 kr. |
jan. 24 | 46.517 | 41.400 | 5.117 |
jan. 22 | 43.828 | 39.352 | 4.476 |
Sundurliðun fjárhæða og fjölda eftir upprunalandi kemur fram í fylgiskjali 2.
Í framangreindum fylgiskjölum koma einnig fram sundurliðaðar upplýsingar um mannfjölda til samanburðar.
Fylgiskjal 1.
www.althingi.is/altext/pdf/154/fylgiskjol/s1887-f_I.pdf
www.althingi.is/altext/pdf/154/fylgiskjol/s1887-f_II.pdf