Ferill 743. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1958  —  743. mál.




Svar


umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur um kostnað við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur.


     1.      Hver var kostnaður ráðuneytisins og stofnana þess við auglýsingagerð og kynningarmál árin 2022 og 2023? Svar óskast sundurliðað eftir auglýsingaherferðum.
    Við vinnslu á svari við þessum tölulið var tekinn saman heildarkostnaður vegna auglýsingagerðar, þ.m.t. umbrots og birtingar, sem tekur m.a. til sértækra verkefna, viðburða og atvinnuauglýsinga á vegum ráðuneytis eða stofnunar. Þá var tekinn inn í svarið kostnaður við hönnun auglýsingar. Undanskilið í svari við töluliðnum er kostnaður vegna norræns og alþjóðlegs samstarfs (m.a. funda ráðherra), vinnufunda og starfsmannaviðburða. Einnig er kostnaður vegna lögbundinna birtinga í Stjórnartíðindum og Lögbirtingablaðinu undanskilinn.
    Undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heyra eftirfarandi stofnanir: Landmælingar Íslands, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Orkustofnun, Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Umhverfisstofnun, úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, Úrvinnslusjóður, Vatnajökulsþjóðgarður, Veðurstofa Íslands, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auk aðalskrifstofu ráðuneytisins.
    Í eftirfarandi töflu er gerð grein fyrir kostnaði við auglýsingagerð og kynningarmál.

Kostnaður við auglýsingagerð og kynningarmál* 2022 2023
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið alls 4.167.314 3.538.540
    Þar af atvinnuauglýsingar 2.743.040 1.845.434
Íslenskar orkurannsóknir alls 1.469.550 1.482.744
Landmælingar Íslands alls 175.777 134.863
Minjastofnun Íslands alls 1.195.381 975.269
     Atvinnuauglýsingar 199.920 304.991
     Auglýst eftir umsóknum – húsafriðunarsjóður og fornminjasjóður 819.246 596.002
     Jóla- og áramótakveðjur RÚV 105.021
     Almenn kynning á málaflokki minjaverndar 71.194 74.276
Náttúrufræðistofnun Íslands alls 65.690 39.680
Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn alls 105.884 27.280
     RÚV – auglýsing um opið hús 37.684
     RÚV – jólakveðja 68.200 27.280
Orkustofnun alls 9.912.454 8.938.181
     Ársfundur 62.000 508.400
     EES-styrkir og Geothermica 178.620
     Ert þú með rafkynt lögheimili? 80.866
     Jóla- og áramótakveðja 68.565 74.635
     Kynning á orkuskiptalíkani 432.951
     Kynningarfundur möguleika á samstarfi í uppbyggingu hitaveitna og endurnýjanlegrar orku í Póllandi 66.960
     Kynningarfundur vegna uppbyggingar hitaveitna 62.000
    Orkusjóður 945.773 410.808
    Ráðstefna Orkusjóðs 502.833
    Raforkusalan 124.000
    Starfsauglýsingar 2.210.884 1.365.331
    Auglýsing vegna styrkja til varmadælukaupa 184.227
    Auglýsing vegna niðurgreiðslna 150.070
    Key Geothermal 365.800
    Ýmsar auglýsingar 351.179 202.872
    Ársfundur – auglýsingar, kynningarmyndbönd o.fl. 3.077.090 5.412.600
    Ásýnd á Já.is – árgjald 68.176 74.376
    Lögbirtingablaðið 45.388 33.326
    Orkuskiptalíkan – hlaðvarp, myndband o.fl. 1.479.195 70.000
    Örkynningar Orkusjóðs og Grænu orkunnar 241.800
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar alls 199.137 53.940
Umhverfisstofnun alls 16.823.333 5.748.793
    Úrgangsmál og Saman gegn sóun 1.397.823 2.697.392
    Umhverfismerkið Svanurinn 1.887.956 606.400
    Loftslagsmál 824.875 1.453.200
    NatNorth – norræna formennskuverkefnið 10.527.700
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála alls 0 0
Úrvinnslusjóður alls 433.133 28.438.252
    Allan hringinn, vitundarvakning vegna flokkunar 2.625.000
    Auglýsingakostnaður 625.000
    Bændablaðið birtingar v. heyrúlluplasts 433.133
    Sjónvarpsþáttagerð um Hringrásarkerfið (styrkur) 4.000.000
    Atlondres ehf. – kynningarefni um áhrif einnota plasts á náttúru 1.364.000
    Tiltal – kynningarefni um áhrif einnota plasts á náttúru 19.824.252
Vatnajökulsþjóðgarður alls 1.436.335 3.214.582
    Litli landvörðurinn – kynningarefni fyrir börn 1.044.836
Veðurstofa Íslands alls** 3.200.000 3.300.000
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum alls 430.178 319.761
Samtals kostnaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis og stofnana þess 39.614.166 56.211.885
* Í mörgum tilvikum reyndist ekki unnt að sundurliða kostnað eftir auglýsingaherferðum.
** Umtalsverður hluti kostnaðar var endurgreiddur í gegnum verkefni og styrki.

     2.      Hvernig skiptist birtingarkostnaður ráðuneytisins og stofnana þess eftir innlendum og erlendum miðlum árin 2022 og 2023?
    Við vinnslu á svari við þessum tölulið var tekinn saman allur kostnaður vegna birtinga á auglýsingum í prent-, vef- og samfélagsmiðlum, greindur eftir innlendum og erlendum birtingum. Einnig fellur undir í svarinu birtingarkostnaður vegna auglýsingaherferða, viðburða/ ráðstefna og starfa sem auglýst eru. Kostnaður vegna birtinga í Stjórnartíðindum og Lögbirtingablaðinu er undanskilinn í svarinu.
    Svarið tiltekur allan kostnað sem fellur undir svar við 1. tölul., sundurliðaðan milli innlendra og erlendra miðla.

Birtingarkostnaður – innlendir/erlendir miðlar 2022 2023
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið 4.167.314 3.538.540
    Innlendir miðlar 3.791.466 2.858.965
    Erlendir miðlar 375.848 679.575
Íslenskar orkurannsóknir 1.469.550 1.482.744
    Innlendir miðlar 1.466.281 1.449.451
    Erlendir miðlar 3.269 33.293
Landmælingar Íslands 175.777 134.863
    Innlendir miðlar 175.777 134.863
    Erlendir miðlar 0 0
Minjastofnun Íslands 1.198.499 975.269
    Innlendir miðlar 1.195.381 975.269
    Erlendir miðlar 3.118 0
Náttúrufræðistofnun Íslands 105.884 39.680
    Innlendir miðlar 105.884 39.680
    Erlendir miðlar 0 0
Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn 105.884 27.280
    Innlendir miðlar 105.884 27.280
    Erlendir miðlar 0 0
Orkustofnun 5.206.917 3.174.406
    Innlendir miðlar 4.649.242 3.132.734
    Erlendir miðlar 556.955 41.672
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar 77.054 21.328
    Innlendir miðlar 77.054 21.328
    Erlendir miðlar 0 0
Umhverfisstofnun* 7.485.344 13.001.477
    Innlendir miðlar 7.122.735 12.686.880
    Erlendir miðlar 362.609 314.597
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála 0 0
    Innlendir miðlar 0 0
    Erlendir miðlar 0 0
Úrvinnslusjóður 433.133 28.438.252
    Innlendir miðlar 433.133 28.438.252
    Erlendir miðlar 0 0
Vatnajökulsþjóðgarður 1.436.335 2.169.746
    Innlendir miðlar 1.436.335 2.169.746
    Erlendir miðlar 0 0
Veðurstofa Íslands 2.100.000 2.800.000
    Innlendir miðlar 1.300.000 1.800.000
    Erlendir miðlar 800.000 1.000.000
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum 430.718 319.761
    Innlendir miðlar 430.718 319.761
    Erlendir miðlar 0 0

     3.      Hver var kostnaður ráðuneytisins og stofnana þess við viðburði og ráðstefnur árin 2022 og 2023?
    Við vinnslu á svari við þessum tölulið var tekinn saman heildarkostnaður við viðburði og ráðstefnur á vegum ráðuneytisins og stofnana þess, þar á meðal kostnaður sem þegar hefur verið tilgreindur í svari við 1. og 2. tölul. (hönnunarkostnaður og auglýsingagerð vegna viðburða, sem og birtingarkostnaður). Við svar við þessum tölulið bætist svo kostnaður vegna viðburðarhaldsins sjálfs, svo sem leiga á húsnæði, streymi, viðburðarstjórnun, myndataka og veitingar.
    Undanskilið í svarinu eru lokaðir fundir á vegum ráðuneytisins, stofnana eða samstarfsaðila þess.

Kostnaður við viðburði og ráðstefnur 2022 2023
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið 3.472.568 5.963.504
Íslenskar orkurannsóknir 2.173.797 1.329.500
Landmælingar Íslands 165.545 1.244.761
Minjastofnun Íslands 402.550 265.000
Náttúrufræðistofnun Íslands 262.676 55.206
Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn 0 0
Orkustofnun 6.767.063 9.624.497
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar 951.708 1.232.303
Umhverfisstofnun 10.800.000 12.700.000
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála 0 0
Úrvinnslusjóður 526.864 223.095
Vatnajökulsþjóðgarður 0 8.940.706*
Veðurstofa Íslands 40.500.000 ** 16.000.000
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum 0 0
Samtals 66.022.771 57.578.572
* Kostnaður vegna UNESCO-ráðstefnu sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri árið 2023.
** Á móti koma tekjur í formi endurgreidds kostnaðar eða styrkja vegna funda og ráðstefna að upphæð 28 m.kr. Vakin er athygli á því að inni í þessari tölu er óvanalega hár kostnaður vegna 100 ára afmælis Veðurstofu Íslands sem haldið var árið 2022 með ráðstefnu, en móti þeim kostnaði fengust styrkir og framlög að hluta.