Ferill 815. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1959  —  815. mál.




Svar


umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn frá Kára Gautasyni um raforku.


     1.      Hver er aukning í raforkuframleiðslu á tímabilinu 1. janúar 2017 – 1. janúar 2024 í gígavattstundum?
    Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun jókst raforkuvinnsla á tímabilinu um 1.005 GWst og var í árslok 2023 20,24 TWst.

     2.      Hver er aukning í raforkunotkun gagnavera á fyrrgreindu tímabili í gígavattstundum?
    Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun jókst raforkunotkun gagnavera um 772 GWst á tímabilinu.

     3.      Hver er aukning í raforkunotkun kísilmálmvera á fyrrgreindu tímabili í gígavattstundum?
    Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun jókst raforkunotkun kísilmálmvera um 235 GWst á tímabilinu.

     4.      Hver er aukning í raforkunotkun heimila annars vegar og smærri fyrirtækja hins vegar á fyrrgreindu tímabili í gígavattstundum?
    Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun jókst raforkunotkun heimila um 114 GWst á tímabilinu og almennra fyrirtækja um 164 GWst á sama tímabili.

     5.      Hvert var orkutap í flutningskerfi raforku á fyrrgreindu tímabili í gígavattstundum?
    Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun var að meðaltali 381 GWst tap í flutningskerfi raforku á ári á umræddu tímabili.

     6.      Hver var eigin orkunotkun virkjana á fyrrgreindu tímabili í gígavattstundum?
    Eigin orkunotkun virkjana í rekstri var að meðaltali 381 GWst á ári á umræddu tímabili.
    Til að setja framangreind svör í samhengi vísast í töflu hér á eftir sem sýnir þróun raforkuvinnslu og notkun hennar.

Raforkuvinnsla Gagnaver Kísilmálmver Heimili Almenn fyrirtæki Flutningstöp Eigin notkun virkjana
GWst GWst GWst GWst GWst GWst GWst
2017 19.239 279 13 823 2.478 373 374
2018 19.830 582 233 865 2.660 398 394
2019 19.495 990 294 848 2.486 366 391
2020 19.130 828 181 879 2.415 353 383
2021 19.641 966 261 915 2.432 388 355
2022 20.121 1.156 422 912 2.473 385 377
2023 20.244 1.051 248 937 2.642 403 392