Ferill 768. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1962  —  768. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um löggæsluáætlun.


     1.      Hvenær lágu fyrir ársskýrslur ríkislögreglustjóra um framkvæmd löggæsluáætlunar fyrir árin 2019–2023? Óskað er að fram komi dagsetning útgáfu skýrslu hvers árs og hvernig þær hafi verið kynntar og gerðar aðgengilegar almenningi.
    Ráðuneytið hafði samband við embætti ríkislögreglustjóra vegna vinnslu svarsins og svarið byggist á þeim upplýsingum sem fengust þaðan. Í fyrstu var stefnt að því að birta upplýsingar um framkvæmd löggæsluáætlunar í ársskýrslum ríkislögreglustjóra en ákveðið var að fara þá leið að birta þessar upplýsingar í Power BI-mælaborði. Vinna við mælaborðið hófst árið 2021 og það var tilbúið árið 2022, en það er einnig uppfært reglulega og aðgengilegt dómsmálaráðuneytinu. Til skoðunar er með hvaða hætti unnt er að gera upplýsingar aðgengilegar almenningi en upplýsingar verða einnig settar fram í ársskýrslum sem er verið að vinna að.

     2.      Hvaða áform eru uppi um endurnýjun löggæsluáætlunar?
    Ákveðið hefur verið að gera nýja löggæsluáætlun sem taki við af hinni fyrri. Nú stendur yfir undirbúningur og greining gagna.