Ferill 919. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
Lögum breytingu á lögum um opinber innkaup, nr. 120/2016 (markviss innkaup, stofnanaumgjörð).


________
1. gr.

    Í stað orðanna „Ríkiskaup veita“ í 7. tölul. 2. gr. laganna kemur: miðlæg innkaupastofnun eða sérstök starfseining á vegum hins opinbera veitir.

2. gr.

    2. mgr. 4. gr. laganna orðast svo:
    Til verksamninga teljast samningar sem hafa að markmiði framkvæmd, eða framkvæmd og hönnun, verka sem tengjast einhverri starfsemi sem um getur í II. viðauka tilskipunarinnar eða framkvæmd, eða framkvæmd og hönnun, verks, eða hvers konar framkvæmd á verki sem svarar til krafna sem settar eru fram af kaupanda sem hefur afgerandi áhrif á gerð eða hönnun verksins.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „Ríkiskaupum er einnig“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Einnig er.
     b.      Í stað orðsins „Ríkiskaupa“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: sem eru unnar á vegum ráðherra.

4. gr.

    Við 1. málsl. 1. mgr. 22. gr. laganna bætist: í útboðskerfum.

5. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „ 15.500.000 kr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 23. gr. laganna kemur: viðmiðunarfjárhæðum skv. 4. mgr.

6. gr.

    Í stað orðsins „sendingartíma“ í 2. málsl. b-liðar 5. mgr. 40. gr. laganna kemur: undirbúningstíma tilboðs.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „VII. kafla“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: 69.–72. gr.
     b.      Í stað orðsins „valforsendur“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: hæfiskröfur.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 63. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðinu „tilboða“ í 1. málsl. kemur: sem lögð eru fram með öðrum hætti en rafrænum aðferðum.
     b.      Í stað orðanna „heldur skal haldinn opnunarfundur og“ í 2. málsl. kemur: og skal þá.

9. gr.

    Á eftir 1. mgr. 65. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

    Tilkynna skal bjóðendum um þau atriði sem talin eru upp í 1. mgr., þegar notast er við samkeppnisviðræður, samkeppnisútboð eða nýsköpunarsamstarf, eftir lok frests til að leggja fram endanleg tilboð.

10. gr.

    Í stað orðanna „samningur er gerður við bjóðanda“ í 2. málsl. 4. mgr. 66. gr. laganna kemur: ákvörðun er tekin um val tilboðs.

11. gr.

    Orðin „eða dugir bersýnilega ekki, án verulegra breytinga, til að mæta þörfum kaupanda, eins og tilgreint er í útboðsgögnum“ í 1. málsl. 2. mgr. 82. gr. laganna falla brott.

12. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 86. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „Biðtími skv. 1. mgr. gildir ekki“ í 2. mgr. kemur: Heimilt er að sleppa biðtíma skv. 1. mgr.
     b.      Í stað orðanna „skriflegum hætti“ í 3. mgr. kemur: tilkynningu um töku tilboðs.

13. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 88. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „verkkaupa“ tvívegis í 1. málsl. 2. mgr. kemur: kaupanda.
     b.      Í stað orðsins „verksamningi“ í 3. mgr. kemur: samningi.

14. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 88. gr. a laganna:
     a.      Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Til að uppfylla þá skyldu er aðalverktaka heimilt að kalla eftir launaseðlum, tímaskýrslum og yfirliti yfir gildandi sjúkra- og slysatryggingar frá undirverktaka og starfsmannaleigum.
     b.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Kaupanda er í því skyni heimilt að kalla eftir launaseðlum, tímaskýrslum og yfirliti yfir gildandi sjúkra- og slysatryggingar frá undirverktaka og starfsmannaleigum.
     c.      Í stað orðsins „verkkaupa“ í 3. mgr. kemur: kaupanda.

15. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 90. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „ekki var gert ráð fyrir í umsömdum innkaupum og nauðsynlegt er, vegna ófyrirsjáanlegra atvika, að sami aðili sjái um, enda sé ekki unnt að skilja slíkt frá upphaflegum innkaupum án stórfelldra vandkvæða fyrir kaupanda vegna tæknilegra eða fjárhagslegra ástæðna“ í 1. málsl. b-liðar 1. mgr. kemur: talin eru nauðsynleg og voru ekki hluti af upphaflegum innkaupum enda mundi breyting á fyrirtæki valda kaupanda verulegu óhagræði eða talsverðum viðbótarkostnaði vegna tæknilegra eða fjárhagslegra ástæðna.
     b.      Í stað orðsins „eða“ í 1. málsl. f-liðar 1. mgr. kemur: og.

16. gr.

    Við 99. gr. laganna bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Ráðherra skal með reglugerð fela sérstakri starfseiningu eða ríkisaðila, sem starfar á hans ábyrgð, að fara með hlutverk miðlægrar innkaupastofnunar og veita innkaupaþjónustu í skilningi laga þessara. Heimilt er ráðherra að fela starfseiningunni eða ríkisaðilanum önnur verkefni, t.d. verkefni sem ætlað er að stuðla að árangursríkri stjórnun og þróun mannauðs ásamt bættum rekstri og árangri í starfsemi ríkisins.
    Ráðherra er enn fremur heimilt með reglugerð að fela öðrum opinberum aðilum sem falla undir gildissvið laganna að annast innkaupaþjónustu í ákveðnum innkaupaflokkum enda falli það vel að sérþekkingu viðkomandi aðila og kjarnastarfsemi hans.
    Ráðherra er heimilt að setja sérstaka gjaldskrá fyrir innkaupaþjónustu sem veitt er á grundvelli laganna.

17. gr.

    100. og 101. gr. laganna, ásamt fyrirsögnum, falla brott.

18. gr.

    Við 2. mgr. 103. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Málsmeðferð kærunefndar takmarkast við það kæruefni sem lagt er fyrir hana.

19. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. mgr. 106. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „150.000 kr.“ kemur: 210.000 kr.
     b.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að breyta fjárhæð kærugjaldsins annað hvert ár í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs, í fyrsta sinn 1. janúar 2026.

20. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 109. gr. laganna fellur brott.

21. gr.

    Orðin „Ríkiskaup eða önnur“ í 2. málsl. 2. mgr. 118. gr. laganna falla brott.

22. gr.

    Við 122. gr. laganna bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
     20.      Markviss innkaup, hlutverk miðlægrar innkaupastofnunar og skipulag innkaupaþjónustu hins opinbera, sbr. 99. gr.
     21.      Hvernig beri að reikna tímabil, dagsetningar og fresti á grundvelli laganna.

23. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þegar ráðherra hefur falið sérstakri starfseiningu eða ríkisaðila skv. 99. gr. að fara með hlutverk miðlægrar innkaupastofnunar og veita innkaupaþjónustu eru öll störf hjá Ríkiskaupum lögð niður. Þeim aðila sem ráðherra felur að fara með það hlutverk sem mælt er fyrir um í 99. gr. er heimilt að bjóða þeim starfsmönnum Ríkiskaupa sem sinnt hafa verkefnum sem munu heyra undir sérstaka starfseiningu eða ríkisaðila starf. Um rétt starfsmanna til starfa hjá starfseiningunni eða ríkisaðilanum fer eftir ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Ákvæði um auglýsingaskyldu í 7. gr. laga nr. 70/1996 gilda ekki við ráðstöfun starfa samkvæmt þessu ákvæði.
    Þegar ráðherra hefur skv. 99. gr. falið sérstakri starfseiningu eða ríkisaðila að fara með hlutverk miðlægrar innkaupastofnunar og veita innkaupaþjónustu verður embætti forstöðumanns Ríkiskaupa lagt niður.

24. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi._____________Samþykkt á Alþingi 22. júní 2024.