Ferill 207. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


155. löggjafarþing 2024–2025.
Þingskjal 241  —  207. mál.




Svar


umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur um áhrif aðgerðaáætlunar um orkuskipti.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hefur verið reiknað út hvaða áhrif aðgerðaáætlun um orkuskipti hefur á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda með tilliti til skuldbindinga Íslands í loftslagsmálum, eins og kveðið er á um í aðgerð C.6 í þingsályktun um aðgerðaáætlun um orkuskipti, nr. 18/146? Hvar liggja þessir útreikningar fyrir?

    Áhrif aðgerðaáætlunar um orkuskipti á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda með tilliti til skuldbindinga Íslands í loftslagsmálum hafa ekki verið reiknuð út eins og kveðið er á um í umræddri aðgerð C.6 í þingsályktun um aðgerðaáætlun um orkuskipti, nr. 18/146. Hins vegar er það svo að hliðstæðar aðgerðir voru birtar í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 1 sem kom út árið 2020 og í uppfærslu hennar 2024 og hafa áhrif þeirra verið reiknaðar út. Þessir útreikningar liggja t.d. fyrir í áætluninni frá 2020 og gögnum uppfærslunnar sem liggja nú í samráðsgátt stjórnvalda til 22. september næstkomandi (S-119/2024). Aukinheldur skilar Umhverfisstofnun skýrslu og upplýsingum um stefnur, aðgerðir og framreiknaða losun til ESB fyrir hönd Íslands, síðast árið 2023. Í þeirri skýrslu má finna framreiknaða losun til ársins 2050. 2

1     www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Adgerdaaetlun%20i%20loftslagsmalum%20onnur%20utgafa.pdf
2     ust.is/library/Skrar/loft/NIR/0_PaMsProjections_Report_2023_WITH%20BOOKMARKS.pdf