Ferill 250. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
155. löggjafarþing 2024–2025.
Þingskjal 253 — 250. mál.
Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (heimild til viðbótarálags).
Flm.: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Gísli Rafn Ólafsson, Halldóra Mogensen.
1. gr.
2. gr.
Greinargerð.
Mikilvægt er að grípa til aðgerða til að auka framboð á langtímaleiguhúsnæði til einstaklinga. Frumvarpi þessu er ætlað að skapa fjárhagslegan hvata fyrir eigendur fasteigna til að leigja þær einstaklingum til langs tíma frekar en til skammtímaleigu eða að eignir standi auðar.
Með frumvarpi þessu er gætt meðalhófs með tilliti til almannahagsmuna sem ber að veita meira vægi en þeim sérhagsmunum sem eru í húfi. Jafnframt er vert að nefna að hér er eingöngu um að ræða heimild sveitarfélaga til þess að leggja á viðbótarálag en ekki skyldu. Verði frumvarpið að lögum yrði ákvæði þetta til þess fallið að skapa auknar tekjur fyrir sveitarfélög. Álagið kæmi til móts við skertar útsvarstekjur vegna tómra íbúða, íbúða í útleigu til ferðamanna eða orlofsíbúða.