Ferill 251. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
155. löggjafarþing 2024–2025.
Þingskjal 254 — 251. mál.
Fyrirspurn
til forseta Alþingis um kostnað vegna utanlandsferða þingmanna og forseta þingsins.
Frá Ingu Sæland.
1. Hver hefur kostnaður Alþingis verið frá árinu 2018 til dagsins í dag, sundurliðað eftir árum, annars vegar vegna utanlandsferða þingmanna á vegum þingsins og hins vegar utanlandsferða embættis forseta Alþingis?
2. Hverjar voru utanlandsferðirnar sem vísað er til í 1. tölul., sundurliðað eftir árum?
Skriflegt svar óskast.