Ferill 252. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
155. löggjafarþing 2024–2025.
Þingskjal 255 — 252. mál.
Fyrirspurn
til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um mengunargjöld fyrirtækja utan ETS-kerfisins.
Frá Evu Dögg Davíðsdóttur.
1. Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að fyrirtæki utan ETS-kerfisins, viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir, greiði hærri mengunargjöld? Hvernig má tryggja að þessi fyrirtæki taki þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda?
2. Hefur ráðherra hug á að leggja til breytingar á núverandi lögum eða reglum til að styrkja lagaumgjörð um fyrirtæki utan ETS-kerfisins?
Skriflegt svar óskast.