Ferill 253. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


155. löggjafarþing 2024–2025.
Þingskjal 256  —  253. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur.


     1.      Hversu margir íbúar voru skráðir á hverja heilsugæslustöð hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands 1. september síðastliðinn?
     2.      Hversu mörg stöðugildi voru í hverri heilbrigðisstétt hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands 1. september síðastliðinn?
     3.      Hver ber ábyrgð á húsnæðismálum heilsugæslustöðva hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands?
     4.      Hvaða úrbætur og framkvæmdir á húsnæði eru áætlaðar næstu fimm ár hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands?
     5.      Var mæðravernd, ungbarnavernd og heimahjúkrun í boði á öllum þjónustusvæðum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands 1. september síðastliðinn?
    Svar óskast sundurliðað eftir hverri heilsugæslustöð.


Skriflegt svar óskast.