Ferill 258. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


155. löggjafarþing 2024–2025.
Þingskjal 261  —  258. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um mansal og misneytingu á íslenskum vinnumarkaði.

Frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.


     1.      Hvernig var brugðist við upplýsingum úr fréttaskýringaþættinum Kveik fyrir sex árum þegar fjallað var um vinnumansal og misneytingu á íslenskum vinnumarkaði? Til hvaða aðgerða var gripið?
     2.      Af hverju er staðan enn jafn slæm eða jafnvel verri, miðað við nýjan Kveiksþátt?
     3.      Hyggst ríkisstjórnin bregðast við þessu viðvarandi ástandi og beita sér fyrir því að mannréttindi séu virt og lögum framfylgt?


Munnlegt svar óskast.