Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
92. löggjafarþing 1971–72.
Þskj. 863  —  115. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um endurskoðun laga um byggingarsamþykktir fyrir sveitir og þorp.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til að endurskoða lög nr. 108/1945, um byggingarsamþykktir fyrir sveitir og þorp, sem ekki eru löggiltir verzlunarstaðir. Verði endurskoðunin við það miðuð að minnka umdæmi byggingarfulltrúa að því marki, að unnt sé að veita íbúum hvers umdæmis viðhlítandi þjónustu. Kannað verði, hvort hagkvæmt muni reynast að tengja starf byggingarfulltrúa við hina almennu leiðbeiningarþjónustu landbúnaðarins, hvort stærð umdæmanna eigi að miðast við það, að byggingarfulltrúi geri teikningar og vinnuteikningar fyrir umdæmið að einhverju eða öllu leyti, eða hvort heppilegra sé að koma upp teiknistofum fyrir stærri svæði, er sjái um þessa þjónustu, og þá á hvaða fjárhagsgrundvelli slíkt verði gert. Nefndin leiti álits og umsagnar formanna sýslunefnda og búnaðarsambanda um æskilega skipan þessara mála á hverjum stað, en hraði þó störfum svo sem kostur er.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 1972.