Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
92. löggjafarþing 1971–72.
Þskj. 871  —  178. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um varnir gegn ofneyzlu áfengis.



    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því, að eftirfarandi ráðstafanir verði gerðar til að draga úr neyzlu áfengra drykkja:
     1.      Að efld verði undir forustu áfengisvarnaráðs upplýsingastarfsemi um háskalegar afleiðingar af ofnotkun áfengra drykkja og stuðlað að því, að slík upplýsingastarfsemi fari m.a. fram í öllum fjölmiðlum landsins, svo sem hljóðvarpi, sjónvarpi og blöðum.
     2.      Að löggæzlu verði hagað þannig, að sem mest áherzla sé lögð á að koma í veg fyrir áfengislagabrot.
    Kostnaður vegna þessara ráðstafana verði greiddur úr ríkissjóði.


Samþykkt á Alþingi 16. maí 1972.