 Davíð Oddsson Fæddur í Reykjavík 17. janúar 1948. Foreldrar: Oddur Ólafsson (fæddur 11. maí 1914, dáinn 4. janúar 1977) læknir og Ingibjörg Kristín Lúðvíksdóttir (fædd 28. apríl 1922, dáin 2. júní 2016) bankaritari. Maki (5. september 1970): Ástríður Thorarensen (fædd 20. október 1951) hjúkrunarfræðingur, B.Sc. Foreldrar: Þorsteinn Skúlason Thorarensen og kona hans Una Thorarensen, fædd Petersen. Sonur: Þorsteinn (1971). Stúdentspróf MR 1970. Lögfræðipróf HÍ 1976. Skrifstofustjóri Leikfélags Reykjavíkur 1970-1972. Þingfréttaritari Morgunblaðsins 1973-1974. Starfsmaður Almenna bókafélagsins 1975. Skrifstofustjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur 1976-1978 og framkvæmdastjóri þess 1978-1982. Borgarstjóri í Reykjavík 1982-1991. Skipaður 30. apríl 1991 forsætisráðherra, lausn 18. apríl 1995, en gegndi störfum til 23. apríl. Skipaður 23. apríl 1995 forsætisráðherra, lausn 28. maí 1999. Fór jafnframt með dóms- og kirkjumálaráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið 11.-28. maí 1999. Skipaður 28. maí 1999 forsætisráðherra, lausn 23. maí 2003. Skipaður 23. maí 2003 forsætisráðherra, lausn 15. september 2004. Skipaður á ný sama dag utanríkisráðherra; jafnframt ráðherra Hagstofu Íslands síðan 1991, lausn 27. september 2005. Í stjórn Stúdentafélags Háskóla Íslands 1970-1973, formaður 1973. Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1973-1975. Í stjórn Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu 1973-1977. Formaður Æskulýðsráðs Reykjavíkur 1974-1978 og í fræðsluráði Reykjavíkur 1974-1982. Í stjórn Kjarvalsstaða 1974-1982, varaformaður 1974-1978. Í stjórn Almenna bókafélagsins 1975-1989. Í borgarstjórn Reykjavíkur 1974-1994. Í borgarráði 1980-1991, formaður þess 1982-1991. Í byggingarnefnd Borgarleikhússins 1975-1979 og formaður nefndarinnar frá 1982 til starfsloka hennar. Formaður framkvæmdastjórnar listahátíðar í Reykjavík 1976-1978. Í framkvæmdaráði Reykjavíkurborgar 1979-1982. Formaður stjórnar Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar Kletts 1986-1988. Í stjórn Landsvirkjunar 1983-1991. Formaður dómnefndar um samkeppni vegna byggingar ráðhúss í Reykjavík. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1979. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1989-1991, formaður hans 1991-2005. Alþingismaður Reykvíkinga 1991-2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003-2005 (Sjálfstæðisflokkur). Forsætisráðherra 1991-2004, utanríkisráðherra 2004-2005.
Hefur samið þrjú leikrit fyrir sjónvarp og með öðrum tvö verk fyrir Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið og hafði umsjón með fjölmörgum útvarpsþáttum fyrir Ríkisútvarpið 1968-1975. Ritgerð um Geir Hallgrímsson forsætisráðherra í Andvara 1994. Gaf út smásagnasafnið Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar, árið 1997 og Stolið frá höfundi stafrófsins, árið 2002. |